6.9.2006 | 18:44
2:0
Frábært mark - hraðaupphlaup eins og hjá góðu handboltaliði. En gremjulegt; Íslendingar áttu innkast fremst á vellinum, en Danir skoruðu 90 metrum aftar nokkrum sekúndum síðar. Sending Gravesens fram völlinn og inn fyrir vörnina var glæsileg.
Þetta minnti óþægilega á mark sem Rúmenar gerðu á Laugardalsvelli á sínum tíma.
Danir virðast einfaldlega einu númeri of stórir. Þess leikur er eins og spegilmynd af fyrri hálfleik í Belfast á laugardaginn: nú eru hinir með boltann og okkar menn elta.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.