Marseillasinn flottur

Franski þjóðsöngurinn er alltaf flottur og hljómaði fallega á Stade de France rétt í þessu. Danski þjóðsöngurinn er líka flottur en ég verð að segja að mér fannst ekki skemmtilegt að hlýða á hann áðan í beinni úr Laugardalnum. Hvers vegna lætur KSÍ alltaf óperusöngvara flytja þjóðsöngvana? Þeir syngja auðvitað vel en það dregur úr stemmningunni að mínu mati. Gott dæmi um það er danski þjóðsöngurinn; það er ólíkt skemmtilegra að hlusta á hann á Parken en eins og hann var fluttur í kvöld.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband