8.9.2006 | 11:19
Fyrsti leikur Akureyrar - handbolta í dag
Sjallamót Akureyrar - handbolta hefst í dag kl. 17.00 í KA-heimilinu við Dalsbraut. Þarna gefst fólki í fyrsta skipti tækifæri til þess að sjá sameiginlegt lið Þórs og KA í leik - lið sem við aðstandendur þess köllum einfaldlega AKUREYRI - en tvö lið minna manna taka þátt í mótinu auk Fylkis og ÍR.
Fyrsti leikur mótsins er meira að segja viðureign Akureyrar 1 og Akureyrar 2. Ég hvet alla áhugamenn til þess að mæta í KA-heimilið, sem ég kalla stundum Skemmuna að gamni mínu, til heiðurs því gamla, góða húsi á Eyrinni.
Lið Akureyrar hefur æft af krafti undanfarið undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar og Sævars Árnasonar. Um 25 leikmenn hafa verið á æfingum og enn eru fimm strákar í útskriftarferð MA í Búlgaríu en væntanlegir.
Einnig verður keppt í kvennaflokki á mótinu þar sem taka þátt eftirtalin lið: Akureyri, FH, Haukar og HK. Fyrsti kvennaleikurinn er Akureyri - HK kl. 18 í dag.
Upplýsingar um mótið eru á heimasíðum Þórs www.thorsport.is og KA www.ka-sport.is/hand
Athugasemdir
Gangi ykkur vel í fyrstu heimaleikjum vetrarins ( var farinn að öfunda ykkur af hitamælirnum þegar ég las að þetta er ekki í dag ), verst að ekki er heimaleikur um miðjan okt. því þá verð ég á Ak.
Kv. Axel
Axel Stefánsson, 8.9.2006 kl. 12:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.