21.3.2006 | 19:28
Djöfullinn danskur
Stenst ekki mátið að birta upphaf fréttar sem ég sá á fréttavef okkar Moggamanna áðan. Hún hefst svona:
"Nýleg rannsókn í Danmörku hefur leitt í ljós, að sá siður að skola niður hádegisverðinum með köldum bjór er á undanhaldi í landinu. Aðeins um 11% Dana segjast mega vinnu sinnar vegna fá sér bjór í hádeginu en árið 2002 var þetta hlutfall 56%.
Morten Wiberg, talsmaður dönsku lýðheilsustofnunarinnar sagði að sú afstaða nyti nú almenns skilnings, að áfengi og vinna ættu ekki saman."
Þetta er engin smá breyting og auðvitað góð þróun. En frændur okkar í Danaveldi mættu líka draga úr reykingum. Við kíktum við í Köben um daginn, fjölskyldan, og þar getur maður varla dregið andann öðruvísi en reykja óbeint. Ótrúlegur fjandi árið 2006.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.