Aldrei að kveikja of seint á sjónvarpinu

Regla númer eitt ef maður á sjónvarp er að kveikja aldrei of seint á því. Að minnsta kosti ekki ef maður vill fylgjast með því sem verið er að sýna.

Ég brenndi mig á þessu í kvöld. Stillti sex mínútum of seint á Sýn og Liverpool var þá komið í 2:0 gegn Birmingham á útivelli í bikarkeppninni. Staðan er svo 3:0 núna í hálfleik.

Rafa Benitez, yfirþjálfari Liverpool, er örugglega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleiknum, og hefur ekki þurft að endurtaka setninguna sem Bob Paisley - sigursælasti forveri hans í sögu Liverpool - brúkaði á sínum tíma: "If you're in the penalty area and don't know what to do with the ball, put it in the net and we'll discuss the options later."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Agnar Ólason

gott að þú kveiktir á kassanum áður en staðan varð 0-7 ;)
Go Reds!

Jón Agnar Ólason, 21.3.2006 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband