Stórglæsilegt mark

"Enn ekkert komið um leik Chelsea og Liverpool, þolinmæðin á þrotum." Þannig hljóðar skeyti frá félaga mínum rétt í þessu. Nú hef ég svarað kallinu. Eða er þetta ekki nóg umfjöllun um leikinn? Að nefna hann með þessum hætti?

Málefnaleg umfjöllun er þessi: Liverpool átti alls ekki skilið að tapa leiknum, líklega hefði verið sanngjarnara að mínir menn ynnu en eina mark leiksins var stórkostlegt. Didier Drogba sýndi snilldartakta þegar hann skoraði. Og í lokin eru það mörkin sem eru talin.

Jæja, Hannes, ertu nú ánægður?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ánægður. Að vinna en spila illa er bara ein nálgunin að meistaratitlinum, eitt árið enn.

Hannes Karlsson (IP-tala skráð) 20.9.2006 kl. 08:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband