Asnaþvaður

Skemmtilegum spjallþætti var að ljúka á Rás 1. Þórarinn Björnsson ræddi við nafna sinn Sigurmundsson vélstjóra sem var í mörg ár á sjó, fyrst hjá Sambandinu og síðan á dönskum fragtskipum.

Margt bar á góma. Þegar Þórarinn var spurður hvar í heiminum hann hefði séð fallegast kvenfólk sagði hann ómögulegt að segja, en sjómönnum þætti reyndar allt kvenfólk fallegt þegar þeir kæmu í land eftir langa útiveru! Og svo sagði hann að í hverri höfn væri kvenfólk sem vildi selja blíðu sína, og mun meira væri um það í Reykjavík en nokkurn grunaði. . .

Í lok þáttar bað Þórarinn vélstjóri útvarpsmanninn að fara varlega með upptökuna, og skildi reyndar ekki hvernig hann ætti að ná einhverju með viti út úr þessu "asnaþvaðri" í sér!

Þættinum verður útvarpað aftur á laugardaginn og ég held enginn verði svikinn af því að hlusta. Gaman að svona gamaldags - í jákvæðri merkingu - útvarpsefni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband