Nefni ekki sigurinn í kvöld

Sumir vinir mínir hafa álasað mér fyrir það að blogga strax um sigurleiki Liverpool en gleyma því svo ef liðið tapar. Til þess að sýna fram á að þetta er algjört rugl í þeim mun ég ekki nefna það hér á síðunni að Liverpool vann Newcastle 2:0 í kvöld í ensku úrvalsdeildinni. Hvað þá að Kyut gerði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool og að Alonso skoraði frá eigin vallarhelmingi.

Enda var ég í sundi með dóttur minni og vinkonum hennar og sá ekki leikinn, ekki nema síðustu tíu mínúturnar og svo þegar mörkin voru endursýnd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband