Vill einhver hlæja?

Ungur bókasafnsfræðingur var í morgun handtekinn á þjóðdeild Landsbókasafns þar sem hann lá afvelta, illa haldinn af blek- og papýruseitrun eftir að hafa innbyrt órynni bóka, skjala og pappírshandrita.

Meðal þess sem maðurinn lagði sér til munns voru frumútgáfur verka Halldórs Laxness, Gunnars Gunnarssonar og Eðvarðs Ingólfssonar og er talið með ólíkindum hvað maðurinn náði að innbyrða áður en hann gafst upp.

- - - - -

Þessar setningar eru stolnar en þó ekki í vondum tilgangi. Aðeins til þess að benda á snilldina sem finna má á heimasíðua þeirra Baggalúta. Vessgú: http://www.baggalutur.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband