29.9.2006 | 21:24
Flottir búningar - flott lið
Við Þórsarar og KA-menn kynntum í gærkvöldi nýtt handboltalið - Akureyri - fyrir íbúum bæjarins. Dágóður hópur lagði leið sína í veitingastaðinn Vélsmiðjuna, hlýddi á þjálfara liðanna og hitti leikmenn, sá nýju búningana og síðan opnaði Kristján Þór bæjarstjóri nýja heimasíðu - sem er án nokkurs vafa besta handboltasíða landsins að mínu mati - og slóðin á hana er www.akureyri-hand.is þar sem fjallað verður af miklum eldmóði um Akureyri - handbolta, eins og ég kalla liðið, og raunar ýmislegt annað í handboltaheiminum.
Rétt er að vekja sérstaka athygli á heimasíðunni og hvetja Akureyringa og aðra góða menn að auglýsa hana sem víðast, því umfjöllunin þar er til mikillar fyrirmyndar. Gústi og Stebbi, sem hafa séð um heimasíðu handboltadeildar KA síðustu ár, eru við stjórnvölinn hjá okkur og bjóða t.d. upp á beinar lýsingar frá öllum leikjum meistaraflokks karla og birta ótrúlega glæsilega tölfræði að loknum hverjum einasta leik. Sjón er sögu ríkari! Fylgist með.
Mér finnst búningarnar flottir, enda var ég einn þeirra sem valdi þá!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.