Gott að mótið er byrjað

Það er aldrei gaman að tapa en ég er ánægður með að Akureyri hefur lokið fyrsta leiknum á Íslandsmóti karla í handbolta. Við keyrðum saman fjórir til Reykjavíkur í gærmorgun, sáum leikinn gegn Val í Laugardalshöllinni og brunuðum svo norður aftur. Valur vann 26:22 eftir að vera einu marki yfir í leikhléinu.

Mínir menn byrjuðu mjög vel, vörnin var frábær og Bubbi varði eins og berserkur í markinu framan af. En það var aðallega slakur sóknarleikur, í seinni hálfleiknum, sem varð okkur að falli að mínu mati. Sóknin á eftir að slípast betur en taka verður með í reikninginn að liðið hefur spilað mjög fáa leiki - mun færri en sunnanliðin. Við horfum bjartsýnir fram á veginn, Akureyringar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband