25.3.2006 | 13:51
Sögulegt stórsvig á Dalvík
Ég skrapp til Dalvíkur í morgun á Skíðamót Íslands fyrir Moggann, vopnaður myndavél. Þar var stórsvig karla á dagskrá en eftir að 11 fyrstu höfðu rennt sér var keppni aflýst vegna þess að OF MIKILL snjór var í brautinni. Líklega í fyrsta skipti í Íslandssögunni. Snjótroðari þurfti að moka úr brekkunni; grynnka aðeins á mjúkum snjónum. Eftir fundahöld með þjálfurum var svo ákveðið að byrja upp á nýtt. Á myndinni, sem er frá því í morgun, er Kristinn Ingi Valsson á fleygiferð í brekkunni. Hann var þriðji í ráðsröðinni en sú ferð var svo ekki talin með.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Íþróttir | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.