12.4.2006 | 23:24
Næsta hús við þriggja hillu sjoppuna
Jæja, þá er Mogginn á Akureyri fluttur úr Kaupvangsstræti 1 - úr fjölmiðlahúsinu, eins og það var einu sinni kallað þegar DV var þar líka með skrifstofu. RÚV var þar þá og er enn.
Við Moggamenn erum nú fluttir í húsnæði Hölds við Tryggvabraut. Í húsinu fyrir neðan er Litla kaffistofan þar sem Kennedyarnir ráku einu sinnu sjoppu og elsta dóttir mín kallaði þriggja hillu sjoppuna.
Í þessum helga stað var nefnilega "laugardagsnammi" í þremur hillum og þótti flottasta sjoppa landsins.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Dægurmál | Breytt 13.4.2006 kl. 14:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.