Hrunadansinn

Hollt væri það þjóðinni allri að lesa miðopnu Morgunblaðsins í gær þar sem birtur er nýr ljóðabálkur, Hrunadansinn, eftir Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóra okkar á Mogganum.

Þar segir M meðal annars:

Hvort breiðir út faðminn mót Fróni sú mammonsgóða

framtíð sem nú er hvarvetna að allra dómi

efst á baugi í baráttu smæstu þjóða

við basl og örbirgð,

virðing okkar og sómi

er vandasöm fylgd við fjármagn og ofsagróða

þegar fegurð asksins er líkust deyjandi hjómi

og níðhöggs tennur nærast þar við rót

sem nýöld mammons fremur sín heiðnu blót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband