Jónas og hinir

Ég gleymi því aldrei þegar meistari Tryggvi, sem kenndi okkur "Íslenskar bókmenntir" eins og ég held að það hafi heitið í MA, greindi íslensk ljóðskáld í tvo "hópa": Annars vegar er Jónas Hallgrímsson og hins vegar allir hinir!

- - - - - -

Skein yfir landi sól á sumarvegi

og silfurbláan Eyjafjallatind

gullrauðum loga glæsti seint á degi.

. . . . . 

Þar sem að áður akrar huldu völl

ólgandi Þverá veltur yfir sanda;

sólroðin líta enn hin öldnu fjöll

árstrauminn harða fögrum dali granda;

flúinn er dvergur, dáin hamratröll,

dauft er í sveitum, hnipin þjóð í vanda;

en lágum hlífir hulinn verndarkraftur

hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur.

- - - - - -

Þurfti að yrkja meira?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband