Sylvia Plath

Einu sinni var kona sem hét Sylvia Plath. Hún ákvað sjálf dagsetningu eigin brottfarar af þessu tilverusviði. En helvíti góður rithöfundur var hún samt, kannski þess vegna. Glerhjálmurinn er góð bók. Í þýðingu vinkonu minnar Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur hefst bókin svona:

"ÞETTA VAR UNDARLEGT og þjakandi sumar, sumarið sem þeir tóku Rosenberg-hjónin af lífi með raflosti, og ég vissi eiginlega ekki hvað ég var að gera í New York. Ég veit ekkert um aftökur."

Ef svo ólíklega vill til að einhverjir vina minna - þeirra sem hafa gaman af bóklestri yfirleitt - hafi ekki lesið Glerhjálminn, ráðlegg ég þeim að drífa í því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband