Kenny D

Allt annað mál með Kenny D en kenny G.

Kenny D(alglish) er líklega einn allra besti fótboltamaður sögunnar. Og mjög sigursæll sem þjálfari.

Ég hitti hann fyrst 1979, síðan 1984 og svo reglulega í nokkur ár eftir það.

Liverpool kom og keppti afmælisleik gegn KR í Laugardalnum 1984. Daginn eftir fékk ég, blaðamaðurinn, að sitja í rútunni sem ók hetjunum til Keflavíkur.

Þá spurðu KD og Phil Neal, þáverandi fyrirliði, hvort ég hefði heyrt eitthvað um að félagið væri að kaupa danskan miðvallarleikmann frá Hollandi.

Sorry, ég vissi ekki neitt. En þeir höfðu greinilega einhverja vitneskju; skömmu síðar var tilkynnt um kaup Liverpool á Jan Mölby.

En við KD spjölluðum nokkrum sinnum saman eftir þetta, bæði í síma og undir fjögur augu. Fínn náungi KD, og einhvern veginn leit maður öðrum augum á alla þessa atvinnufótboltamannagaura en áður eftir að hafa kynnst Dalglish.

Hann er goðsögn. Ógleymanlegur, þeim sem sáu í aksjón. Ekkert sérstaklega skrafhreifinn fyrst,  áður en maður kynntist honum þokkalega, en fínn náungi. Tölfræðin lýgur ekki.

"Bö hísa smassin lad hí is"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband