Til hamingju, Ísland!

Ég ætlaði að vera búinn að óska þjóðinni til hamingju með nýjan landsliðsþjálfara í handbolta, en gleymdi því. Alfreð Gíslason er rétti maðurinn í starfið, um það er ég sannfærður.

Alfreð er sigurvegari, eins og hann hefur oft sýnt. Og þolir ekki að tapa.

Snillingurinn Bill Shankly, þjálfari Liveprool, sagði á sínum tíma, eins og ég vitnaði í fyrir skömmu: "If you are first you are first. If you are second you are nothing."

Alli sýndi að hann er sama sinnis, eftir tap með KA í eftirminnilegum leik í Valsheimilinu þar sem Valsmenn tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. "Silfur er fyrir lúsera," sagði Alli þá, reif af sér silfurpeninginn og þeytti honum inn undir áhorfendapallana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband