1.12.2006 | 12:43
( )
Ég skrifaði dálítið í sumar um Sigur Rós, eftir tónleikana sem ég naut í Öxnadalnum og Ásbyrgi.
Undanfarnar vikur hef ég nánast eingöngu verið með diska þessarar einstöku hljómsveitar í tölvunni og það verð ég að segja að tónlistin verður enn betri við hverja hlustun. Ágætis byrjun er gríðarlega góð og Takk... einfaldlega frábær. Mörgun fannst, og finnst eflaust enn, músíkin á nafnlausu plötunni - ( ) - mjög þung en eftir að notið hennar hvað eftir annað upp á síðkastið verð ég að segja að ( ) er algjörlegt listaverk.
Veit einhver hvenær von er á DVD diski með upptökum frá túrnum í sumar? Ég hef beðið spenntur alveg frá síðustu tónleikum ferðalagsins langa, í Ásbyrgi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.