Eitt þúsund og ein - heimsókn

Sælt verið fólkið. Heimsóknir inn á bloggið mitt eru nú orðnar nákvæmlega 1001, þar af 36 í dag sýnist mér á teljaranum og 360 í vikunni. Hátíð verður haldin í kvöld af þessu tilefni.

Nei, ég laug, þær eru orðnar 1002... Stöðug hreyfing. Best að vista þetta skjal áður en lygin verður svæsnari. En aðsóknin er fín, enda er ég að íhuga að setja áskriftargjald á heimsóknir á síðuna, setjast svo í helgan stein og telja peninga það sem eftir er ævinnar!

Þeir sem eru sáttir við þá hugmynd vinsamlega rétti upp hönd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Örn Hallgrímsson

Hægri eða vinstri hönd?

Ásgrímur Örn Hallgrímsson, 18.4.2006 kl. 16:41

2 identicon

Ég myndi glaður láta fé af hendi rakna fyrir að fá að halda áfram að skyggnast inn í þinn forvitnilega hugarheim. Myndi þó fara fram á vildarafslátt þar sem að ég held með öllum sömu félagsliðum og þú. Ég gæti því talist vera hluti af Skapti Group.

Hilsen, Geir Kr.

Geir Kr. (IP-tala skráð) 18.4.2006 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband