"Ég er ekki vanur að fara svona hægt"

Andrés önd
SÓLSKIN og bros einkenndi stemninguna í Hlíðarfjalli við Akureyri um hádegisbil í gær. Eftir heldur leiðinlegt veður um morguninn voru veðurguðirnir komnir í spariskapið og hátt í 700 keppendur og annað eins af foreldrum og fararstjórum á 31. Andrésar andar leikunum virtust allir skemmta sér konunglega. Sumir betur en aðrir eins og gengur og sigurvegararnir hafa eflaust brosað breiðast, en aðalatriðið er að vera með og hafa gaman af því að vera á staðnum. "Ég er ekki vanur að fara svona hægt!" sagði galvaskur ÍR-ingur sem var að búa sig undir að keppa í flokki 7 ára, þegar blaðamaður kom að þar sem þjálfari piltanna var að segja þeim til. Þjálfarinn vildi að þeir kynntu sér brautina og lét þá renna sér varlega niður.

Stjarna dagsins í gær var Karen Sigurbjörnsdóttir frá Akureyri, sem sigraði í stórsvigi í 12 ára flokki en daginn áður fagnaði hún sigri í svigi. Líkast til má segja að Karen sé að miklu leyti alin upp í Hlíðarfjalli, en móðurafi hennar, Ívar Sigmundsson, var lengi staðarhaldari á Skíðastöðum. Ívar er einn ólympíufara Íslands, keppti á leikunum 1968.

- - - - -

Þessi greinarstúfur birtist í Morgunblaðinu í dag og myndin með. Hún er reyndar fallegri svona, þegar skíðahótelið og Akureyrarbær eru ekki skorin af, eins og gert var í blaðinu.

Fleiri myndir - m.a. af Karen Sigurbjörnsdóttur á fullri ferð í stórsvigsbrautinni er að finna hér með. Þær sjást með því að smella á fyrirsögn greinarinnar.


c_documents_and_settings_owner_desktop_myndir_andres_nd013.jpg
c_documents_and_settings_owner_desktop_myndir_andres_nd019.jpg
c_documents_and_settings_owner_desktop_myndir_andres_nd037.jpg
c_documents_and_settings_owner_desktop_myndir_andres_nd038.jpg

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband