7.12.2006 | 19:30
www.france24.com
Frábært! Frönsk sjónvarpsstöð komin í loftið sem hægt er að sjá á netinu - www.france24.com Heimsfréttirnar frá frönsku sjónarhorni allan sólarhringinn og hægt er að velja um hvort hlustað er á frönsku, ensku eða arabísku. Ég er farinn að ryðga í arabískunni (!), enskuna get ég heyrt - og skynjað sjónarhorn þeirra enskumælandi - á Sky, CNN, BBC eða íslensku stöðvunum, svo nú sit ég við tölvuna og reyni að skilja eitthvað sem sagt er á frönsku á þessari nýju fréttastöð. Svei mér ef ekki sprettur fram gæsahúð við það að heyra þetta fallega mál, og rifja upp það litla sem ég skyldi í den tid.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.