30.3.2006 | 21:46
MA-ingurinn á heimilinu brosir breitt
Arna, elsta dóttir mín, brosir breitt þessa stundina. Hún er í MA og fagnaði ákaft þegar skólinn hennar sigraði MH í undanúrslitum spurningakeppninnar Gettu betur fyrr í kvöld.
Ég get svo sem ekki neitað því að hafa glaðst líka. Gömlum MA-ingi finnst notalegt þegar skólanum hans gengur vel.
Aðrir krakkar, önnur kynslóð, sami skólinn . . .
Er það ekki annars ótrúlegt hve fróðir þessir menntaskólakrakkar eru?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.