Af stað

Þessi litli fjölmiðill hefur verið í fríi síðan um miðjan desember, aðallega vegna anna starfsmannsins við önnur störf. Mig langar að "tala" hér - ef svo má segja - um alls konur hluti nú í byrjun árs en það er varla að ég nenni því. Og skömm er frá að segja.

Kann einhver ráð til þess að snúa manni eins og mér í gang?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Gunnarsson

Velkominn aftur og gleðilegt ár. Ýta bara á auto-pilot, takkinn er milli augabrúnanna, ef það virkar ekki þarftu að fara í smurningu.

Pétur Gunnarsson, 3.1.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Rúnar Haukur Ingimarsson

Bara mæta í Hamar á föstudagsmorgnum í kaffið, þar eru öll vandamál heimsins leyst - og ekkert mál að snúa þér í gang

Rúnar Haukur Ingimarsson, 4.1.2007 kl. 08:22

3 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Það er nú bara einfalt mál að byrja smátt og sjá svo til. Leysa vandamálin hér og finna lausnir heimsgátunnar áður en þú opinberar þær á "þorpskránni" :)

Sverrir Páll Erlendsson, 5.1.2007 kl. 09:41

4 identicon

Mæli þarft eða þegi, segir víst í Hávamálum en það var nú í þá daga. Auk þess hef ég enga trú á því að þú verðir kjaftstopp lengi ef ég þekki þig rétt. Ertu ekki annars byrjaður að plana hátíðarhöldin 14.-17. júní sem fulltrúi 6.A?

Stefán Þór (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 11:29

5 identicon

Sæll Skapti minn

Setja sér góð markmið td. að skrifa 4-9 fréttir á dag svona í takt við úrslitin hjá Liverpool undafarið.

Tryggvi Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 16:29

6 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Heyrðu kallinn. Það þýðir ekki að sitja á lúkunum á sjálfum sér. Láta hendur standa fram úr skálmum og athuga hvort þá gerist ekki eitthvað! Ha?

Sverrir Páll Erlendsson, 12.1.2007 kl. 23:26

7 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Heyrðu kallinn. 

Hvernig væri að þú tækir nú puttana upp úr rassvasanum og svaraðir einfaldri hugmynd sem ég fékk rétt í þessu. Hún er í því fólgin að sameina íþróttafélögin á Akureyri, sem fælist í þvi að leggja niður Þór og allt hans hafurtask og setja það undir hatt KA sem yrði að vísu aðeins útfært á þann hátt að nafninu yrði breytt í KEA (Knattspyrnufélag eiginlegra Akureyringa). Flytja svo alla aðstöðu þessa nýja félags upp að Hömrum, þar er pláss fyrir öll þessi íþróttahús og hallir og velli. Skátarnir fengju svo íþróttasvæðin utan ár til að hafa tjaldsvæði og frístundamiðsöð en KA-svæðinu verður ráðstafað undir IKEA og Hagkaup.

Einfalt mál. 

Áfram KEA! 

Sverrir Páll Erlendsson, 15.1.2007 kl. 13:34

8 Smámynd: Sverrir Páll Erlendsson

Viðurkenni að ég er ekki búinn að finna almennilegt orð fyrir e-ið í KEA. Spurningum ekta, eiginlegra, einbeittra, einhverra, einmana, eðlilegra, einstakra, eðal-, eggjandi, eiturhressra,  eftirminnilegra - eða eitthvað enn betra ef býðst. Þetta má allt saman prófa og rannsaka.

Sverrir Páll Erlendsson, 16.1.2007 kl. 10:31

9 identicon

Skapti, ertu ekki svekktur að heyra það að Houllier hafi hafnað Real Madrid í sumar ?  Þá væruð þið kannski komnir áfram í bikarnum ...... hver veit.

rs

PS:  takk fyrir bikarleikina 2 um daginn.

rs (IP-tala skráð) 16.1.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband