Carradona

Þið fyrirgefið yfirgengilegan áhuga minn á Liverpool og öllu tengdu félaginu.

Ég sé á forsíðu The Guardian á morgun tilvísun í umfjöllun þess efnis að Jamie Carragher verði í byrjunarliði Englandsa á HM. Kemur það einhverjum á óvart?

 

Ekki mér. Ekki að það skipti neinu máli, það er bara svo gaman að geta skrifað eitthvert svona rugl út í svartholið . . .


Mikið að gera

Ég er heilsuhraustur og sprækur. Sól á Akureyri. En mikið hefur verið að gera um helgina og ekki tími til að blogga. Bara svo dyggir lesendur mínir óttist ekki að heilsunni hafi hrakað...

Gott mál

Þessum orðum er stolið af fréttavef Morgunblaðsins, www.mbl.is:

 

Rafael Benítez, knattspyrnustjóri Liverpool, ætlar ekki að selja Luis Garcia í sumar. Liverpool seldi Fernando Morientes til Valencia í gær og spænskir fjölmiðlar hafa sagt að Benítez vilji losa sig við Luis Garcia, en Garcia spilar með Spánverjum á HM í Þýskalandi í sumar.

„Ég er mjög ánægður með hvernig Luis Garcia hefur staðið sig hjá okkur og ég veit að hann er ánægður hjá Liverpool. Garcia er mikilvægur leikmaður hjá Liverpool og ég ætla honum stórt hlutverk hjá Liverpool á næstu leiktíð. Á síðustu tveimur tímabilum hefur Garcia skorað mörg mikilvæg mörk fyrir okkur,“ sagði Rafael Benítez.

 

- - - - - -

 

Við þetta er engu að bæta nema að þetta eru afar ánægjuleg tíðindi fyrir okkur Púlara.


Eiður og Barcelona

El Mundo Deportivo

Svo virðist sem kollegar mínir á El Mundo Deportivo, því gamalgróna íþróttadagblaði í Barcelona, séu bjartsýnir á að Eiður Smári Guðjohnsen sé á leið til Evrópumeistaranna. Þetta er forsíða blaðsins í dag.

Það yrði auðvitað dásamleg niðurstaða ef landsliðsfyrirliðinn gengi til liðs við þetta frábæra félag.


Yfirlit

Jæja, loksins gefst tími til að blogga aðeins.

 

Má ég nefna eitt og annað sem hefur verið í fréttum?

 

1. Eiður Smári - líklega ekki gaman í sjálfu sér að fara frá Chelsea, og þó; tveir Englandsmeistaratitlar í húsi og séns á einum góðu samningi í viðbót. Frábært ef Barcelona klófesti strákinn. Helst vildi ég auðvitað að hann kæmist á launaskrá hjá Liverpool, - en Barcelona er frábær kostur! Evrópumeistararnir! Sjáið fyrir ykkur Ronaldhinho og Eið saman.

 

2. Sinubruni - Það hljómar eins og frábær brandari að kviknað hafi í sinu á Suðurlandi í dag. Hér fyrir norðan myndi ekki kvikna í sinu þó Krafla færi að gjósa - hér er allt á kafi í snjó! Norðan stórhríð og heldur nöturlegt.

 

3. Kosningarnar. Ég hef verið stimplaður stuðningsmaður allra hugsanlega framboða, aðallega þó eins flokks, í gegnum tíðina - en er ekki, hef aldrei og verð aldrei tengdur neinu stjórnmálaafli. Allir vilja vera góðir við alla og það er mjög eðlilegt. Kjósið bara það sem hjartað býður. Gleðilegar kosningahátíðir!

 

Man ekki eftir meiru í bili, enda orðinn syfjaður.


Kuldi

Ég kemst ekki hjá því að vorkenna mínum mönnum, Þórsurum, og Stjörnumönnum sem eru um það bil að hefja leik í 1. deildinni í fótbolta á Akureyrarvelli.

 

Það er á svona dögum sem orðið "sumaríþrótt" öðlast nýja og óvenjulega merkingu. Nú er boðið upp á norðanátt og hræðilegan kulda í höfuðstað Norðurlands.


Suomi eða Sissel

Ég fékk það staðfest í kvöld, sem mig hefur lengi grunað, að ég hef ekki vit á tónlist. Finnska sigurlagið í Eurovision er að vísu ágætt, eftir því sem maður hlýðir oftar á það, en mitt lag fékk nær engin stig.

 

Mér fannst norska lagið flott. Stelpan minnti á Sissel. Svo voru Lithárnir dálítið gæjalegir. Og Grikkir eru flinkir í að baula.


Sumar

Nú snjóar í höfuðstað Norðurlands. Og það bara talsvert.

Góða Nótt!

Jæja, alltaf í boltanum...

Bestir

Bestir

Þessir náungar eru snillingar.

Það var dálítið gott sem Henry Winter á Daily Telegraph skrifaði í blað sitt í gærmorgun, fyrir úrslitaleikinn, um fyrirliða Liverpool.

"If the cloning scientists ever create the ideal modern footballer, blending athleticism, hunger, leadership, technique and lean-cuisine lifestyle, Liverpool could sue for patent infringement. Their captain, Steven Gerrard, is already the template for the 21st-century pro."


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband