Håndbold den store vinder i tv-kampen

Athyglisverð frétt af vef BT í Danmörku. Framboð á íþróttaefni í sjónvarpi þar hefur þrefaldast á fáeinum árum en Danir áhorf þó ekki aukist. Handbolti er "algjör sigurvegari" skv. skýrslu sem vitnað er, bæði hefur framboð aukist mjög og áhorfendum heima í stofu einnig fjölgað verulega.
- - - - -

Udbuddet af sport på tv er tredoblet over en årrække, men danskerne ser ikke mere sport af den grund. Det viser en ny rapport fra Idrættens Analyseinstitu.

De danske tv-seere med hang til sport er ikke flyttet permanent ind på sofaen, fordi udbuddet af sport i tv er vokset eksplosivt. Det er hoved-konklusionen på en rapport fra Idrættens Analyseinstitut, der udkom torsdag.

Instituttet har gennem det seneste år undersøgt udbuddet af sport på tv og seertallene på de syv største danske tv-kanaler. Udbuddet er vokset fra to timer om dagen i perioden 1993 til 2000 - til seks timer om dagen i perioden 2001 til 2005. Men danskerne ser ikke mere sport. Periodens helt store sejrherre er håndbold, der er eksploderet, både hvad angår udbud og seere.


Kristinn G

Kristinn G og grýlukertin

Sýningum Kristins G. Jóhannssonar listmálara lýkur um helgina, en tvær eru í gangi í listagilinu á Akureyri - önnur í Ketilhúsinu og hin í galleríi Jónasar Viðars. Ég hvet þá sem ekki hafa rekið inn nefið hjá Kristni að líta við um helgina. Enginn verður svikinn af því, enda myndirnar ákaflega fallegar.

Þegar ég kíkti við í Ketilhúsinu um daginn og spjallaði við Kristin fyrir Morgunblaðið, í tilefni þess að sýningarnar voru að byrja, tók ég af honum meðfylgjandi mynd. Segja má að grýlukerin undir gluggasyllunni séu í stíl við flott skegg listamannsins.


( )

Gúmmískór Jónsa

Ég skrifaði dálítið í sumar um Sigur Rós, eftir tónleikana sem ég naut í Öxnadalnum og Ásbyrgi.

Undanfarnar vikur hef ég nánast eingöngu verið með diska þessarar einstöku hljómsveitar í tölvunni og það verð ég að segja að tónlistin verður enn betri við hverja hlustun. Ágætis byrjun er gríðarlega góð og Takk... einfaldlega frábær. Mörgun fannst, og finnst eflaust enn, músíkin á nafnlausu plötunni - (  ) - mjög þung en eftir að notið hennar hvað eftir annað upp á síðkastið verð ég að segja að (  ) er algjörlegt listaverk.

Veit einhver hvenær von er á DVD diski með upptökum frá túrnum í sumar? Ég hef beðið spenntur alveg frá síðustu tónleikum ferðalagsins langa, í Ásbyrgi.

 


Þessi með löngu neglurnar

Skemmtileg frétt á íþróttasíðu Moggans í dag um að Silja Úlfarsdóttir hafi æft og muni æfa hjá Gail Devers í Bandaríkjunum. Ef til vill man einhver ekki hver Devers er.

Hún var frábær hlaupari, bæði í 100 m og 100 m grindahlaupi, á sínum tíma eins og Ívar segir frá í blaðinu - vann marga glæsta sigra, en ég man einhverra hluta vegna best eftir þegar hún rakst í síðustu grindina í úrslitahlaupi á OL í Barcelona. Var lang fyrst en datt og varð af verðlaunum. Náði reyndar fimmta sætinu.

Kannski er samt að segja um Devers: Hún var þessi með löngu neglurnar! Þær voru nokkrar sentímetrar á hverjum einasta fingri.


Plata, áritun og mynd

Með Magna

Alma og Sara græddu í dag. Við fórum í Hagkaup að kaup sesamolíu vegna þess að hún var ekki til í Bónus, og hver var þá þar að árita hljómdisk annar en Magni? Og félagar hans í hljómsveitinni auðvitað. En þær græddu sem sagt einn disk og áritun frá hetjunum. Og mynd með Magna.


Góður boltadagur

Liverpool vann, West Ham vann og Barcelona vann þar sem Eiður skoraði. Gerist ekki betra!


"Sorry Dorry"

West Ham er á allra vörum. Fáir vita það ef til vill en félagið hefur ákveðin tengsl við Akureyrar, og ekki bara þau að Eggert Magnússon átti mikinn frændgarð hér fyrir norðan á sínum tíma og nú afkomendur.

Þannig var að þegar Halldór Áskelsson frændi minn var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins var hann á æfingum hjá West Ham í nokkra daga ásamt Þresti Guðjónssyni þjálfara hjá Þór.

Dóri rifjaði í dag upp með mér uppáhaldsatvikið sitt frá dvölinni, árið 1982.

Það var á einni æfingunni að Dóri var í liði með Trevor Brooking, sem  nú hefur verið aðlaður og er því kallaður "sör Trevor". Hann er einn af bestu sonum West Ham, margreyndur landsliðsmaður og goð í augum allra sannra áhangenda West Ham og raunar mun fleiri Englendinga.

Halldór rifjaði upp í dag: "Ég sendi á Brooking sem var í dauðafæri, en hann brenndi illa af. Þá kom hann til mín og sagði: Sorry Dorry"


?

Skiptir það einhverju máli hvort Cruise og Holmes gifti sig eða ekki?

Konur og börn

Er það ekkert skrýtið þegar talað er um í fréttum að svo og svo margir hafi verið drepnir í einhverri árásinni að hnýtt sé aftan við hve margar konur og börn hafi verið á meðal hinna látnu?

Hvað segjum við femínistar við þessu?

Hvers vegna eru konur og börn sett saman í flokk í þessu sambandi? Auðvitað er vont þegar einhver er drepinn í árás, hvort sem það er Ísraelsmaður eða Arabi, svo dæmi sé tekið. Verst þegar barn deyr.

Er sjálfkrafa gert ráð fyrir því að konur séu ekki hermenn? Eða er þetta kannski gamall vani síðan konur voru "bara húsmæður"?

Væri ekki nútímalegra að taka fram hve margir "heimavinnandi foreldrar og börn" hafi látist í árásinni fyrst verið er að flokka hina látnu?


Lifnaður við

Ég hef hreinlega ekki nennt að blogga undanfarið. Vona að það fyrirgefist og best að reyna að taka nokkra spretti... Hér á Akureyri er allt á kafi í snjó. Kyngt hefur niður síðustu tvo eða þrjá eða fjóra daga, man það hreinlega ekki. Um miðjan dag stytti upp en nú er hann byrjaður aftur! Það er gott að sitja inni við tölvuna og horfa út um gluggann þegar svona viðrar.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband