19.10.2006 | 23:21
Il Postino
Yndisleg bíómynd, Il Postino með Philippe Noiret og Massimo Troisi. Sá hana fyrir mörgum árum og keypti svo á útsölu í Hagkaupum á dögunum.
Troisi leikur feiminn bréfbera á afskekktri ítalskri eyju en Noiret fer með hlutverk Pablo Neruda, Nóbelsskáldsins frá Chile. Og hann fær mörg bréf!
Segja má að Troisi hafi sagt sitt síðasta orð í myndinni eða því sem næst. Hann hafði verið eitthvað slappur karlinn meðan myndin var tekin upp, afþakkaði auka hvíldardaga því hann vildi klára verkefnið - og dó svo daginn eftir að tökum lauk!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2006 | 23:04
Tsjökk Berrí
Fréttavefur Morgunblaðsins, www.mbl.is, segir frá því í dag að bandaríski rokkarinn Chuck Berry varð áttræður í gær.
Ég sá kappann spila Johnny B. Goode og fleiri slagara á djasshátíð (!) í Nice á frönsku rívíerunni sumarið 1982. Þá hefur hann sem sagt verið 56 ára og var alveg í banastuði. Dansaði um á öðrum fæti fram og til baka um sviðið á meðan hann lék á gítarinn eins og hann var frægur fyrir, og er kannski enn. Flottur!
Ég vissi reyndar aldrei hvað hann var að gera á djasshátíð, en það er önnur saga. Jú, hann var víst bara gestur. En þarna sá ég líka Dizzy Gillespie spila á trompetinn. Hafði svo sem ekkert sérstaklega gaman af honum, en karlinn var flinkur. En er nú löngu dauður.
Þarna í Nice, sumarið sem ég stúderaði frönsku í sólinni, var ég með Viðari og Kristjönu. Við vorum saman á Hvítlaukshöfða - Cap d'Ail - þetta sumar. Seinna heimsótti ég þau oft á Laugaveginn eftir að ég flutti í borgina, en hef ekki séð þau í mörg ár. Hvar ætli þau séu niður komin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 21:23
DC
Washington DC - dísí, eins og þeir segja þar - er skemmtileg borg og vinaleg. Ég var þar í síðustu viku og væri meira en til í að sækja hana aftur heim. Þar virðist allt reyndar dálítið dýrara en t.d. í New York, sem virðist eðli borga þar sem margskonar stjórnsýsla er vistuð. Í DC er auðvitað Hvíta húsið, ráðuneytin öll, þingið og alls kyns aðrar opinberar stofnanir, fyrir utan öll erlendu sendiráðin.
Góður staður Washington, og stutt að fara inn í borgina frá Baltimore flugvelli þangað sem Icelandair flýgur. Völlurinn er reyndar kenndur við báðar borgar, Washington og Baltimore og frá vellinum og niður í miðbæ höfuðstaðarins er ekki nema álíka langt og frá Keflavík til Reykjavíkur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2006 | 21:15
West Ham
Það verður spennandi hvort hópi þeirra bissnessmanna sem Eggert Magnússon fer fyrir tekst að kaupa West Ham. Sagt er að norrænn bankamaður standi á bak við Eggert. Mér finnst ólíklegt að það sé Sveinn Pálsson í Íslenskum verðbréfum, og þó - hann heldur með West Ham...
Fyrst Eiður er farinn frá Chelsea væri allt í lagi að taka annað Lundúnalið í fóstur. Ég hætti aldrei að halda með Liverpool - en það væri OK að eiga varalið í höfuðborginni.
Ég sá leik með West Ham á Upton Park um páskana 1979 en get ekki sagt að ég tengist félaginu neinum böndum. Nema kannski vegna þess að liðið hefur alltaf spilað skemmtilegan fótbolta.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2006 | 09:49
Kominn heim
Ég er kominn aftur heim og ætti að geta bloggað eitthvað á ný - ef ég nenni!
Gott að mínir menn í liði Akureyrar náðu jafntefli gegn Haukum í Hafnarfirði í gærkvöldi, eftir að hafa lent mest fimm mörkum undir í seinni hálfleiknum. Ég er ánægður með strákana. Sævar Árna, annar þjálfaranna, segir að vísu í Mogganum að liðið hafi verið "hrikalega lélegt" og þá kalla ég það gott að gera jafntefli við Hauka á útivelli. Ég hlakka til þegar liðið fer að spila vel!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2006 | 20:47
Flottur sigur
Ég þurfti óvænt að skreppa til útlandsins og missti því af fyrsta heimaleik Akureyrar, nýja handboltaliðsins okkar í höfuðstað Norðurlands. Ég ætti kannski alltaf að vera í burtu; strákarnir unnu ÍR-inga örugglega og miðað við lýsingar sem ég hef heyrt og frásögnina á heimasíðunni okkar hefur þetta verið frábær dagur.
Ég leyfi mér enn og aftur að vekja athygli á heimasíðu Akureyrarliðsins: www.akureyri-hand.is þar sem fjallað er á ótrúlega glæsilegan hátt um leikinn í dag.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 22:24
Sammála Pétri
Hárrétt ábending hjá Pétri Gunnarssyni á blogginu í dag - http://www.petrum.blogspot.com/ - og ég velti því fyrir mér hvort háeffun RÚV breyti einhverju eða hvort Palli og hans fólk verði skyldað til þess að bjóða upp á innihaldsríkar ræður eldhússdagsins áfram? Hefur áhorf á eldhússdaginn einhvern tíma verið mælt?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.10.2006 | 08:52
Flottur
Eins dauði er annars brauð, Eto'o meiðist og Eiður fær sénsinn í byrjunarliðinu. Og leikur auðvitað frábærlega. Í gær er hann á forsíðu Barcelonablaðanna El Mundo Deportivo, Sport og La Vanguardia. Og í dag aftur á forsíðu El Mundo.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 08:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 21:43
GVS
Gaui fyrrverandi nágranni minn af Nesinu stóð sig þokkalega.... Gerði sextán mörk á móti Fram. Til hamingju með sigurinn, venur.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.10.2006 | 21:35
Til hamingju, Kristján
Ég á marga KR-inga fyrir vini og það var auðvitað leiðinlegt fyrir þá að tapa bikarúrslitaleiknum í fótbolta fyrir Keflavík í gær. En í herbúðum Suðurnesjaliðsins á ég líka vin, þann mikla sómapilt Kristján Guðmundsson, þjálfara, og sendi honum hér með sérstakar hamingjuóskir!
Drengur! Þetta var glæsilegt!
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)