8.9.2006 | 12:06
Hvad for noget?
Nú er um það bil átta stiga hiti á Akureyri, sunnanvindur og regndropar annað veifið. Myndin er sem sagt ekki tekin í dag - hún er bara svo flott að mig langaði að birta hana... Þetta er frægasti hitamælir Íslands, á Ráðhústorginu á Akureyri. Sumir halda að sérstakur hitari sé inni í turninum, en það eru reyndar bara öfundsjúkir íbúar borgarhornsins.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2006 | 11:19
Fyrsti leikur Akureyrar - handbolta í dag
Sjallamót Akureyrar - handbolta hefst í dag kl. 17.00 í KA-heimilinu við Dalsbraut. Þarna gefst fólki í fyrsta skipti tækifæri til þess að sjá sameiginlegt lið Þórs og KA í leik - lið sem við aðstandendur þess köllum einfaldlega AKUREYRI - en tvö lið minna manna taka þátt í mótinu auk Fylkis og ÍR.
Fyrsti leikur mótsins er meira að segja viðureign Akureyrar 1 og Akureyrar 2. Ég hvet alla áhugamenn til þess að mæta í KA-heimilið, sem ég kalla stundum Skemmuna að gamni mínu, til heiðurs því gamla, góða húsi á Eyrinni.
Lið Akureyrar hefur æft af krafti undanfarið undir stjórn Rúnars Sigtryggssonar og Sævars Árnasonar. Um 25 leikmenn hafa verið á æfingum og enn eru fimm strákar í útskriftarferð MA í Búlgaríu en væntanlegir.
Einnig verður keppt í kvennaflokki á mótinu þar sem taka þátt eftirtalin lið: Akureyri, FH, Haukar og HK. Fyrsti kvennaleikurinn er Akureyri - HK kl. 18 í dag.
Upplýsingar um mótið eru á heimasíðum Þórs www.thorsport.is og KA www.ka-sport.is/hand
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2006 | 19:12
Leynifangelsi
Einþáttungurinn "Blaðamannafundur í Hvíta húsinu"; leikarar: George Bush og óþekkti blaðamaðurinn, e.t.v. Seymour Hersh.
- Leinifangelsi?! Hvað áttu við?!
- Ég á bara við það sem ég segi: Leynifangelsi.
- Já, þú meinar leynifangelsin. Fyrirgefðu, ég misskildi þig. Hélt þú hefði sagt leinifangelsi.
Dægurmál | Breytt 8.9.2006 kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2006 | 11:01
Hann á afmæli í dag...
Alli Gísla fagnar 47 ára afmælinu í dag. Hann hefur líklega varla getað fengið betri afmælisgjöf en sigur á Kiel í gærkvöldi á útivelli. Kiel hafði ekki tapað deildarleik heima í þrjú ár held ég, og Gummersbach ekki unnið í Ostseehalle í Kiel í þrettán ár!
http://www.vfl-gummersbach.de/
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2006 | 09:43
Lyginni líkast
Ótrúleg úrslit í Belfast í gærkvöldi. Norður-Írar unnu Spánverja 3:2. Sýnir bæði hve árangur íslensku strákanna var glæsilegur þar á laugardaginn og hve hugarfarið skiptir miklu máli. Hætt er við að Spánverjar hafi vanmetið andstæðingana en heimamenn aftur á móti komið brjálaðir til leiks eftir tapið gegn Íslendingum.
David Healy, miðherjinn númer 9, skoraði öll þrjú mörk Norður-Íra í gær en Hermann Hreiðarsson hafði hann í vasanum á laugardaginn...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 20:50
Juan Carlos Cannavaro
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2006 | 20:39
Gott
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 20:22
Jess!
Eða ætti ég að segja Oui?
1:0 fyrir Frakka gegn Ítölum. Govou skorar eftir eina mínútu og sjö sekúndur!
Ég sé það reyndar strax núna í endursýningunni að markið var svindl - Gallas var rangstæður þegar hann fékk boltann og gaf fyrir á Govou.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 20:21
Marseillasinn flottur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 20:16
Þá er það næsta boltaleikur . . .
Mikið að gera í kvöld.
Mínir menn, Frakkar, taka á móti Ítölum. Mér heyrist á Sýn, núna þegar þjóðsöngurinn hljómar, að þetta sé ekki ítalska landsliðið í söng!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)