Færsluflokkur: Bloggar
17.4.2006 | 19:14
Drög að reglugerð
Fyrir hvert gramm fíkniefnis sem flutt er til landsins skal höggva af smyglaranum einn útlim, að eigin vali.
Smyglarar sem sannanlega stunda iðju þessa vegna eigin nota skulu halda útlimum en fá hjálp frá samfélaginu.
Innflytjandi / fjármagnari skal sæta því að missa tvo útlimi.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2006 | 19:04
Bensínverð
Nú þurfa Íslendingar að dusta rykið af reiðhjólinu.
Eða hætta að borða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2006 | 17:31
"I just do it, you know?"
Týndi sonurinn, Robbie Fowler, kom aftur til Liverpool í janúar eftir nokkur ár í röðum annarra félaga og hefur staðið sig vel. Hann gerði flott mark í dag, stjórinn Benitez fékk þar með sigur (1:0) á Blackburn í 46 ára afmælisgjöf og Liverpool er öruggt með meistaradeildarsæti næsta vetur.
Góður dagur.
"I hate talking about football. I just do it, you know?" sagði Fowler einhvern tíma. Þannig var þetta í dag; hann skoraði "bara" eftir glæsilegan undirbúning. Markið var umdeilt og ég skil gremju Blackburnara en það var að öllum líkindum löglegt skv. reglunum. Þeim þyrfti hins vegar að breyta. Djibril Cissé var greinilega í rangstöðu þegar Fowler lék boltanum í átt að honum en Frakkinn snerti ekki boltann, Morientes kom hins vegar aðvífandi og sendi laglega á Fowler aftur og hann skoraði.
Í gær voru liðin 17 ár frá harmleiknum á Hillsborough. Árleg minninarathöfn um þá sem létust fór fram á Anfield í gær, og sigur í dag var virðingarvottur við hina látnu. Og mikilvægur í baráttunni um eitt af toppsætunum í úrvalsdeildinni nú.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2006 | 00:21
Ljósið
Í kvöld var boðið upp á skíðagöngu í göngugötunni á Akureyri - nema hvar? - og samhliðasvig í Gilinu. Í Höllinni fór svo fram Íslandsmótið í fitness. Ég veit ekki betur en allt hafi farið vel fram í hvívetna, pínulítið kalt utandyra en fínt í Höllinni. Þetta fallega ljós logaði efst í svigbrautinni. Kannski friðarljós vegna þess hve horfir vel í heiminum?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2006 | 16:27
Góðviðri og jólastemmning
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2006 | 16:44
254 dagar til jóla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 22:27
Skyrdagur
Ég átti einu sinni vin sem var ekkert allt of flinkur í stafsetningu. En hann var trúaður, og fékk sér þess vegna alltaf skyr fimmtudaginn fyrir páska; á skírdag, skyrdag, eins og hann hélt . . .
Það var tilviljun en við borðuðum reyndar skyrtertu í eftirrétt í kvöld. Hún var góð, enda heimalöguð.
Bloggar | Breytt 14.4.2006 kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 22:19
Nesti og nýir skór . . .
Ég legg til að þeir, sem hafa tjáð sig um hugsanleg ferðalög - í framhaldi skrifa minn hér á veraldarvefnum - verði í sambandi við þann ljúfa dreng skapti@mbl.is - Við gætum haldið upp á afmælið mitt, 22. apríl, með þvi að horfa á Liverpool-Chelsa þann dag á Old Trafford í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Ég held með Liverpool; það er ekkert leyndarmál. En líka með Eiði vitaskuld, þannig að ég get ekki tapað . . .
Hver vill koma með?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 22:00
Stop the presses!
Ballack segist í "alvarlegum viðræðum" við Chelsea!
Stop the presses! Það trúir þessu örugglegan enginn . . .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2006 | 21:35
Kenny D
Allt annað mál með Kenny D en kenny G.
Kenny D(alglish) er líklega einn allra besti fótboltamaður sögunnar. Og mjög sigursæll sem þjálfari.
Ég hitti hann fyrst 1979, síðan 1984 og svo reglulega í nokkur ár eftir það.
Liverpool kom og keppti afmælisleik gegn KR í Laugardalnum 1984. Daginn eftir fékk ég, blaðamaðurinn, að sitja í rútunni sem ók hetjunum til Keflavíkur.
Þá spurðu KD og Phil Neal, þáverandi fyrirliði, hvort ég hefði heyrt eitthvað um að félagið væri að kaupa danskan miðvallarleikmann frá Hollandi.
Sorry, ég vissi ekki neitt. En þeir höfðu greinilega einhverja vitneskju; skömmu síðar var tilkynnt um kaup Liverpool á Jan Mölby.
En við KD spjölluðum nokkrum sinnum saman eftir þetta, bæði í síma og undir fjögur augu. Fínn náungi KD, og einhvern veginn leit maður öðrum augum á alla þessa atvinnufótboltamannagaura en áður eftir að hafa kynnst Dalglish.
Hann er goðsögn. Ógleymanlegur, þeim sem sáu í aksjón. Ekkert sérstaklega skrafhreifinn fyrst, áður en maður kynntist honum þokkalega, en fínn náungi. Tölfræðin lýgur ekki.
"Bö hísa smassin lad hí is"
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)