Færsluflokkur: Bloggar
25.3.2006 | 14:31
Tvö eitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 13:58
Tvö núll
Dætur mínar eru við sjónvarpið og halda mér upplýstum um gang mála í leik Liverpool og Everton í ensku úrvalsdeildinni. Ég er í Hamri að starfa á Goðamóti Þórs í 6. flokki karla sem fram fer í Boganum. Síðasta Goðamótið okkar af þremur í vetur.
Mér leist ekki á blikuna þegar ég fékk fyrsta símtalið og var tilkynnt að Steven Gerrard hefði verið rekinn út af á 18. mín. En svo gerði Phil Neville sjálfsmark á 45. mín. og snemma í seinni hálfleik var aftur hringt; þá hafði Luis Garcia gert glæsilegt mark og komið Liverpool í 2:0.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.3.2006 | 13:51
Sögulegt stórsvig á Dalvík
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2006 | 21:56
Haust
Bróðir minn ók upp Þingvallastrætið að haustlagi fyrir hálfu öðru ári og velti því þá fyrir sér hvaða bjáni sæti þar á hækjum sér á gangstéttinni. Það var ég, að taka þessa mynd. Hún hangir nú uppi á vegg á heimili foreldra minna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2006 | 21:34
Eddie Murphy góður í fótbolta?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2006 | 20:48
Aldrei að kveikja of seint á sjónvarpinu
Regla númer eitt ef maður á sjónvarp er að kveikja aldrei of seint á því. Að minnsta kosti ekki ef maður vill fylgjast með því sem verið er að sýna.
Ég brenndi mig á þessu í kvöld. Stillti sex mínútum of seint á Sýn og Liverpool var þá komið í 2:0 gegn Birmingham á útivelli í bikarkeppninni. Staðan er svo 3:0 núna í hálfleik.
Rafa Benitez, yfirþjálfari Liverpool, er örugglega ánægður með frammistöðuna í fyrri hálfleiknum, og hefur ekki þurft að endurtaka setninguna sem Bob Paisley - sigursælasti forveri hans í sögu Liverpool - brúkaði á sínum tíma: "If you're in the penalty area and don't know what to do with the ball, put it in the net and we'll discuss the options later."
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.3.2006 | 19:28
Djöfullinn danskur
Stenst ekki mátið að birta upphaf fréttar sem ég sá á fréttavef okkar Moggamanna áðan. Hún hefst svona:
"Nýleg rannsókn í Danmörku hefur leitt í ljós, að sá siður að skola niður hádegisverðinum með köldum bjór er á undanhaldi í landinu. Aðeins um 11% Dana segjast mega vinnu sinnar vegna fá sér bjór í hádeginu en árið 2002 var þetta hlutfall 56%.
Morten Wiberg, talsmaður dönsku lýðheilsustofnunarinnar sagði að sú afstaða nyti nú almenns skilnings, að áfengi og vinna ættu ekki saman."
Þetta er engin smá breyting og auðvitað góð þróun. En frændur okkar í Danaveldi mættu líka draga úr reykingum. Við kíktum við í Köben um daginn, fjölskyldan, og þar getur maður varla dregið andann öðruvísi en reykja óbeint. Ótrúlegur fjandi árið 2006.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2006 | 17:04
Lennon og Best og Leifur
George Best var snillingur á sínu sviði. Hann lifði hátt; flaug í gegnum lífið. Því er það vel við hæfi að nefna flugvöllinn í Belfast eftir honum, eins og ákveðið hefur verið. Lennon var líka snillingur og lifði býsna hátt. Flugvöllurinn í Liverpool ber nafn hans.
Hvernig náungi ætli Leifur Eiríksson hafi verið?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2006 | 11:18
Þarna munaði mjóu
Um páskana 1980 fórum við þrír félagar, ég, Reynir og Raggi Þorvalds, í pílagrímsferð til Englands að sjá nokkra fótboltaleiki. Við sáum m.a. leik Manchester United og Liverpool á Old Trafford, þar sem heimamenn höfðu betur, 2:1. Litlu munaði að Liverpool gerði líka tvö mörk - eins og sjá má á myndinni. Jimmy Case tók aukaspyrnu fyrir utan vítateiginn og boltinn skaust rétt framhjá stönginni.
Þetta er eftirminnileg mynd. Tók hana á gömlu Konica vélina mína, sem var reyndar í hálfgerðum lamasessi, en þrátt fyrir það tókst mér að ýta á takkann á þessu hárrétta augnabliki. Sem var auðvitað bara heppni. Og vel að merkja, þetta var áður en vélarnar fóru sjálfar að mjaka filmunni áfram eftir að smellt var af. (Filmunni já, þetta var löngu áður en stafræna tæknin kom fram)
Þetta var í fyrsta skipti sem ég fékk - og við allir þrír reyndar - að athafna mig eins og alvöru ljósmyndari á fótboltavelli í útlandinu. Við lágum við hliðina á markinu eins og atvinnumennirnir og það var býsna gaman. Og það er nú svo skrýtið að enn þann dag í dag finnst mér það ákaflega skemmtilegt.
En þegar ég sýndi Gary Bailey, markverði Manchester United, myndina tveimur árum sagði hann: Vá, þarna munaði mjóu! Hvað gat hann annað sagt?
Má ég bæta einu við í lokin? Þá er það þetta: Vá, það eru 26 ár síðan! Hvað get ég annað sagt?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)