Færsluflokkur: Dægurmál

Af stað

Þessi litli fjölmiðill hefur verið í fríi síðan um miðjan desember, aðallega vegna anna starfsmannsins við önnur störf. Mig langar að "tala" hér - ef svo má segja - um alls konur hluti nú í byrjun árs en það er varla að ég nenni því. Og skömm er frá að segja.

Kann einhver ráð til þess að snúa manni eins og mér í gang?


Pín ó sjei

Farvel

Fyndið

Eggert rak Alan Pardew í dag. Það er auðvitað ekki fyndið, en mér datt allt í einu í hug franska orðið perdu sem er borið fram nánast eins og Frakkar segðu Pardew. Og perdu merkir tapaður eða glataður, eða búinn að vera . . .

Vonbrigði

Það var sárt að tapa fyrir Fram í bikarkeppninni í handbolta í gærkvöldi. Munurinn í lokin var aðeins eitt mark og Akureyringar, mínir menn, stóðu sig að mörgu leyti mjög vel.

En það voru auðvitað gríðarleg vonbrigði að tapa, og sömuleiðis varð ég fyrir miklum vonbrigðum hve fáir mættu á leikinn. Leikir Manchester United og Arsenal í Meistaradeildinni í fótbolta hafa líklega haft af okkur töluverðan hóp, kannski sat fólk heima vegna tapsins gegn ÍR um síðustu helgi en ég trúi því þó varla. Þegar liðið átti möguleika á að komast í undanúrslit bikarkeppninnar strax á fyrsta vetri átti ég satt að segja von á því að fólk fjölmennti.

Og ég verð að andæfa því sem skrifari á heimasíðu okkar - www.akureyri-hand.is, sem er langbesta handboltasíða á Íslandi - segir, að leikurinn hafi verið lítið auglýstur. Leikur með Akureyri hefur aldrei verið jafn vel auglýstur og þessi eða komið á framfæri með öðrum hætti; mun fleiri auglýsingar voru hengdar upp í bænum en áður, lesnar auglýsingar hljómuðu bæði á Bylgjunni og Rás 2 á leikdegi, og svæðisútvarp ríkisins var með beina útsendingu úr KA-heimilinu síðdegis þar sem talað var við Rúnar Sigtryggsson þjálfara og leikmann liðsins og tvo harða stuðningsmenn.

Þeim sem komu á leikinn er þakkaður stuðningurinn en ég vona að fleiri láti sig í baráttunni sem framundan er.


Mikilvægt skref hjá Eiði

Það var frábært að fylgjast með Eiði Smára með Barcelona gegn Werder Bremen. Ég hef ekki haft tíma til að blogga síðan en verð að leyfa mér að segja að þessi leikur var stórt skref hjá honum; nú sýndi hann stuðningsmönnum Evrópumeistaranna virkilega hvað í sér býr og að hann getur verið einn af lykilmönnum liðsins.

Markið sem hann gerði var flott og spretturinn áður en hann skaut í stöngina í leiknum var auðvitað algjörlega frábær, en ég verð þó að segja að mér fannst Fréttablaðið taka heldur djúpt í árinni með þessari lýsingu á atvikinu:

"En á 35. mínútu átti sér stað atvik sem hefði hugsanlega getað orðið eitt af merkustu augnablikum íslenskrar íþróttasögu."

Sannarlega frábær tilþrif, en menn mega ekki gleyma fræknum sigrum Íslendinga í gegnum tíðina. Það gæti hins vegar orðið eitt af skemmtilegustu, jafnvel merkustu, augnablikum íslenskrar íþróttasögu þegar Eiður Smári leiðir Barcelona til sigurs í Meistaradeildinni - og skorar jafnvel sigurmarkið!


www.france24.com

Frábært! Frönsk sjónvarpsstöð komin í loftið sem hægt er að sjá á netinu - www.france24.com Heimsfréttirnar frá frönsku sjónarhorni allan sólarhringinn og hægt er að velja um hvort hlustað er á frönsku, ensku eða arabísku. Ég er farinn að ryðga í arabískunni (!), enskuna get ég heyrt - og skynjað sjónarhorn þeirra enskumælandi - á Sky, CNN, BBC eða íslensku stöðvunum, svo nú sit ég við tölvuna og reyni að skilja eitthvað sem sagt er á frönsku á þessari nýju fréttastöð. Svei mér ef ekki sprettur fram gæsahúð við það að heyra þetta fallega mál, og rifja upp það litla sem ég skyldi í den tid.

Hræðileg úrslit

Mínir menn í handboltaliði Akureyrar töpuðu í dag fyrir ÍR á útivelli. Það eru úrslit sem erfitt er að sætta sig við; Akureyri er klárlega með betra lið en svo virðist sem baráttuandinn hafi gleymst heima. Sigur á toppliði Vals í síðasta leik en tap gegn botnliði ÍR í dag. Ótrúlegt! Deildin er að vísu gríðarlega jöfn en þetta er samt fúlt. Það er aldrei hægt að ganga að neinu vísu í þessum bransa; það þarf alltaf að leggja sig allan fram.

Pinochet

Loksins góðar fréttir af Pinochet. Hann virðist á beinustu leið niður...

Öfgamenn eru vondir, hvort sem er til hægri eða vinstri, út eða suður.


Håndbold den store vinder i tv-kampen

Athyglisverð frétt af vef BT í Danmörku. Framboð á íþróttaefni í sjónvarpi þar hefur þrefaldast á fáeinum árum en Danir áhorf þó ekki aukist. Handbolti er "algjör sigurvegari" skv. skýrslu sem vitnað er, bæði hefur framboð aukist mjög og áhorfendum heima í stofu einnig fjölgað verulega.
- - - - -

Udbuddet af sport på tv er tredoblet over en årrække, men danskerne ser ikke mere sport af den grund. Det viser en ny rapport fra Idrættens Analyseinstitu.

De danske tv-seere med hang til sport er ikke flyttet permanent ind på sofaen, fordi udbuddet af sport i tv er vokset eksplosivt. Det er hoved-konklusionen på en rapport fra Idrættens Analyseinstitut, der udkom torsdag.

Instituttet har gennem det seneste år undersøgt udbuddet af sport på tv og seertallene på de syv største danske tv-kanaler. Udbuddet er vokset fra to timer om dagen i perioden 1993 til 2000 - til seks timer om dagen i perioden 2001 til 2005. Men danskerne ser ikke mere sport. Periodens helt store sejrherre er håndbold, der er eksploderet, både hvad angår udbud og seere.


Kristinn G

Kristinn G og grýlukertin

Sýningum Kristins G. Jóhannssonar listmálara lýkur um helgina, en tvær eru í gangi í listagilinu á Akureyri - önnur í Ketilhúsinu og hin í galleríi Jónasar Viðars. Ég hvet þá sem ekki hafa rekið inn nefið hjá Kristni að líta við um helgina. Enginn verður svikinn af því, enda myndirnar ákaflega fallegar.

Þegar ég kíkti við í Ketilhúsinu um daginn og spjallaði við Kristin fyrir Morgunblaðið, í tilefni þess að sýningarnar voru að byrja, tók ég af honum meðfylgjandi mynd. Segja má að grýlukerin undir gluggasyllunni séu í stíl við flott skegg listamannsins.


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband