Færsluflokkur: Dægurmál
1.12.2006 | 12:43
( )
Ég skrifaði dálítið í sumar um Sigur Rós, eftir tónleikana sem ég naut í Öxnadalnum og Ásbyrgi.
Undanfarnar vikur hef ég nánast eingöngu verið með diska þessarar einstöku hljómsveitar í tölvunni og það verð ég að segja að tónlistin verður enn betri við hverja hlustun. Ágætis byrjun er gríðarlega góð og Takk... einfaldlega frábær. Mörgun fannst, og finnst eflaust enn, músíkin á nafnlausu plötunni - ( ) - mjög þung en eftir að notið hennar hvað eftir annað upp á síðkastið verð ég að segja að ( ) er algjörlegt listaverk.
Veit einhver hvenær von er á DVD diski með upptökum frá túrnum í sumar? Ég hef beðið spenntur alveg frá síðustu tónleikum ferðalagsins langa, í Ásbyrgi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2006 | 12:37
Þessi með löngu neglurnar
Skemmtileg frétt á íþróttasíðu Moggans í dag um að Silja Úlfarsdóttir hafi æft og muni æfa hjá Gail Devers í Bandaríkjunum. Ef til vill man einhver ekki hver Devers er.
Hún var frábær hlaupari, bæði í 100 m og 100 m grindahlaupi, á sínum tíma eins og Ívar segir frá í blaðinu - vann marga glæsta sigra, en ég man einhverra hluta vegna best eftir þegar hún rakst í síðustu grindina í úrslitahlaupi á OL í Barcelona. Var lang fyrst en datt og varð af verðlaunum. Náði reyndar fimmta sætinu.
Kannski er samt að segja um Devers: Hún var þessi með löngu neglurnar! Þær voru nokkrar sentímetrar á hverjum einasta fingri.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 22:07
Plata, áritun og mynd
Alma og Sara græddu í dag. Við fórum í Hagkaup að kaup sesamolíu vegna þess að hún var ekki til í Bónus, og hver var þá þar að árita hljómdisk annar en Magni? Og félagar hans í hljómsveitinni auðvitað. En þær græddu sem sagt einn disk og áritun frá hetjunum. Og mynd með Magna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 21:57
Góður boltadagur
Liverpool vann, West Ham vann og Barcelona vann þar sem Eiður skoraði. Gerist ekki betra!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.11.2006 | 16:10
"Sorry Dorry"
West Ham er á allra vörum. Fáir vita það ef til vill en félagið hefur ákveðin tengsl við Akureyrar, og ekki bara þau að Eggert Magnússon átti mikinn frændgarð hér fyrir norðan á sínum tíma og nú afkomendur.
Þannig var að þegar Halldór Áskelsson frændi minn var einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins var hann á æfingum hjá West Ham í nokkra daga ásamt Þresti Guðjónssyni þjálfara hjá Þór.
Dóri rifjaði í dag upp með mér uppáhaldsatvikið sitt frá dvölinni, árið 1982.
Það var á einni æfingunni að Dóri var í liði með Trevor Brooking, sem nú hefur verið aðlaður og er því kallaður "sör Trevor". Hann er einn af bestu sonum West Ham, margreyndur landsliðsmaður og goð í augum allra sannra áhangenda West Ham og raunar mun fleiri Englendinga.
Halldór rifjaði upp í dag: "Ég sendi á Brooking sem var í dauðafæri, en hann brenndi illa af. Þá kom hann til mín og sagði: Sorry Dorry"
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2006 | 15:20
?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2006 | 16:13
Konur og börn
Er það ekkert skrýtið þegar talað er um í fréttum að svo og svo margir hafi verið drepnir í einhverri árásinni að hnýtt sé aftan við hve margar konur og börn hafi verið á meðal hinna látnu?
Hvað segjum við femínistar við þessu?
Hvers vegna eru konur og börn sett saman í flokk í þessu sambandi? Auðvitað er vont þegar einhver er drepinn í árás, hvort sem það er Ísraelsmaður eða Arabi, svo dæmi sé tekið. Verst þegar barn deyr.
Er sjálfkrafa gert ráð fyrir því að konur séu ekki hermenn? Eða er þetta kannski gamall vani síðan konur voru "bara húsmæður"?
Væri ekki nútímalegra að taka fram hve margir "heimavinnandi foreldrar og börn" hafi látist í árásinni fyrst verið er að flokka hina látnu?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2006 | 15:53
Lifnaður við
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006 | 23:21
Il Postino
Yndisleg bíómynd, Il Postino með Philippe Noiret og Massimo Troisi. Sá hana fyrir mörgum árum og keypti svo á útsölu í Hagkaupum á dögunum.
Troisi leikur feiminn bréfbera á afskekktri ítalskri eyju en Noiret fer með hlutverk Pablo Neruda, Nóbelsskáldsins frá Chile. Og hann fær mörg bréf!
Segja má að Troisi hafi sagt sitt síðasta orð í myndinni eða því sem næst. Hann hafði verið eitthvað slappur karlinn meðan myndin var tekin upp, afþakkaði auka hvíldardaga því hann vildi klára verkefnið - og dó svo daginn eftir að tökum lauk!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.10.2006 | 23:04
Tsjökk Berrí
Fréttavefur Morgunblaðsins, www.mbl.is, segir frá því í dag að bandaríski rokkarinn Chuck Berry varð áttræður í gær.
Ég sá kappann spila Johnny B. Goode og fleiri slagara á djasshátíð (!) í Nice á frönsku rívíerunni sumarið 1982. Þá hefur hann sem sagt verið 56 ára og var alveg í banastuði. Dansaði um á öðrum fæti fram og til baka um sviðið á meðan hann lék á gítarinn eins og hann var frægur fyrir, og er kannski enn. Flottur!
Ég vissi reyndar aldrei hvað hann var að gera á djasshátíð, en það er önnur saga. Jú, hann var víst bara gestur. En þarna sá ég líka Dizzy Gillespie spila á trompetinn. Hafði svo sem ekkert sérstaklega gaman af honum, en karlinn var flinkur. En er nú löngu dauður.
Þarna í Nice, sumarið sem ég stúderaði frönsku í sólinni, var ég með Viðari og Kristjönu. Við vorum saman á Hvítlaukshöfða - Cap d'Ail - þetta sumar. Seinna heimsótti ég þau oft á Laugaveginn eftir að ég flutti í borgina, en hef ekki séð þau í mörg ár. Hvar ætli þau séu niður komin?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)