Færsluflokkur: Dægurmál
25.3.2006 | 18:45
Tryggvi og Everton
Athugasemd barst í vikunni frá Tryggva Gunnarssyni stuðningsmanni knattspyrnuliðsins Everton og vel við hæfi að birta hana núna - eftir úrslit dagsins. Ég nefndi sem sagt rauðvínið Everton á dögunum og hélt það væri frá Suður-Afríku. En Tryggvi fullyrðir að það sé frá Ástralíu og ég trúi því. Það leiðréttist hér með. En bláa fótboltaliðið Everton er samt frá Liverpool, altso frá Bítlaborginni við Mersey. Það hefur ekkert breyst.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2006 | 17:04
Lennon og Best og Leifur
George Best var snillingur á sínu sviði. Hann lifði hátt; flaug í gegnum lífið. Því er það vel við hæfi að nefna flugvöllinn í Belfast eftir honum, eins og ákveðið hefur verið. Lennon var líka snillingur og lifði býsna hátt. Flugvöllurinn í Liverpool ber nafn hans.
Hvernig náungi ætli Leifur Eiríksson hafi verið?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 21:00
Ekki alltaf . . .
Var að koma úr körfubolta í Laugargötunni. Komst að því að betra liðið vinnur ekki alltaf. . .
Finni fann fjölina sína en mín er týnd.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 18:51
Everton er ágætt
Nei, ég hef ekki fengið höfuðhögg. Enda er Liverpool aðdáandinn ég að meina rauðvínið Everton sem ég held að sé frá Suður-Afríku. Það var reyndar Everton stuðningsmaðurinn Tryggvi Gunnarsson sem fyrstur gaf mér að smakka það, en það er önnur saga.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 18:47
Midnesheidi Hotel
Ég hef ekki séð tillögur Árna Sigfússonar um atvinnumál á Suðurnesjum í framhaldi þess að herinn fer í haust, en kannski mætti nota Miðnesheiðina sem lúxushótel; leigja það út til óvinsælla þjóðarleiðtoga. Nóg er af þeim miðað við skoðanakannanir. Bush og Blair koma fyrst upp í hugann. Svo gæti Lúkasjenkó jafnvel bæst í hópinn. Nóg er af íbúðunum.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.3.2006 | 09:50
Föl
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.3.2006 | 22:44
Áflog, og árekstur á Seyðisfirði
Það er áhugavert að fylgjast með látunum í Frakklandi í dag. Frönsk ungmenni eru auðvitað fræg fyrir að láta skoðanir sínar í ljós og því koma hörð viðbrögð við nýrri vinnulöggjöf ekki á óvart. Allar heimsins fréttastofur eru líka uppfullar af frásögnum af gangi mála og það rifjar upp fyrir mér svar vinar míns sem býr í París við ólátunum sem urðu þar í fyrra - eða var það ekki í fyrra? - þegar fjölmiðlar heimsins skýrðu ítarlega frá erjum ungra innflytjenda og fulltrúa valdsins.
Vinur minn býr í einu úthverfa Parísar, einmitt þar sem fjöldi innflytjenda er búsettur, og þegar ég spurði hvort hann hefði orðið var við ólætin svaraði hann: Álíka mikið og þú varðst var við áreksturinn á Seyðisfirði í dag.
Og hann vissi mætavel að ég var staddur heima á Akureyri.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2006 | 12:30
Gott fyrir gróðurinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)