Færsluflokkur: Dægurmál
20.5.2006 | 22:54
Suomi eða Sissel
Ég fékk það staðfest í kvöld, sem mig hefur lengi grunað, að ég hef ekki vit á tónlist. Finnska sigurlagið í Eurovision er að vísu ágætt, eftir því sem maður hlýðir oftar á það, en mitt lag fékk nær engin stig.
Mér fannst norska lagið flott. Stelpan minnti á Sissel. Svo voru Lithárnir dálítið gæjalegir. Og Grikkir eru flinkir í að baula.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2006 | 22:47
Sumar
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.5.2006 | 21:26
Góða Nótt!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2006 | 16:45
Dudek og Reina
Cardiff og Istanbul eiga eitthvað sameiginlegt eftir allt saman !!
Og Dudek og Reina . . . Munið þið hvað Dudek varði frábærlega á lokasekúndunum frá Shevchenko í Istanbul í fyrra? Og nú var það Reina sem varði frábærlega á lokasekúndunum, blakaði boltanum í stöngina.
Til hamingju með daginn, Poolarar - en ég verð að segja að vorkenni samt West Ham mönnum. Þeir stóðu sig gríðarlega vel og mega vera stoltir af liði sínu.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.5.2006 | 16:09
Istanbul og Cardiff
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 15:56
You'll Never Walk Alone !!!
0:1
0:2
1:2
2:2
2:3
3:3
Er þetta ekki alveg ótrúlegt?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2006 | 12:09
Örljóð VII
(Um mig á þessu augnabliki, vegna þess að ég hef á tilfinningunni að heilsan sé að skána talsvert)
Ólíklegur
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.5.2006 | 19:43
Göng-ur
Ég veit ekki hvort frændur mínir í Fljótsdalnum eru hættir að fara í göngur.
Nú geta þeir farið í göng.
Það er styttra að fara.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 18:17
FA II
Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta, FA Cup, verður á morgun. Mínir menn í Liverpool mæta West Ham í Cardiff. Ég vona að Carradona leiki vel í vörninni að vanda.
Tveir stuðningsmanna Liverpool sem ég myndaði á úrslitaleiknum gegn Milan í Istanbul sl. vor voru skemmtilega merktir. Annar var númer 8 og merktur Genius - sem sagt, Gerrard. Treyja hins var merkt Carradona og það þarfnast ekki útskýringar.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 18:09
FA I
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)