Færsluflokkur: Dægurmál

Suomi eða Sissel

Ég fékk það staðfest í kvöld, sem mig hefur lengi grunað, að ég hef ekki vit á tónlist. Finnska sigurlagið í Eurovision er að vísu ágætt, eftir því sem maður hlýðir oftar á það, en mitt lag fékk nær engin stig.

 

Mér fannst norska lagið flott. Stelpan minnti á Sissel. Svo voru Lithárnir dálítið gæjalegir. Og Grikkir eru flinkir í að baula.


Sumar

Nú snjóar í höfuðstað Norðurlands. Og það bara talsvert.

Góða Nótt!

Jæja, alltaf í boltanum...

Dudek og Reina

Cardiff og Istanbul eiga eitthvað sameiginlegt eftir allt saman !!

 

Og Dudek og Reina . . . Munið þið hvað Dudek varði frábærlega á lokasekúndunum frá Shevchenko í Istanbul í fyrra? Og nú var það Reina sem varði frábærlega á lokasekúndunum, blakaði boltanum í stöngina.

 

Til hamingju með daginn, Poolarar - en ég verð að segja að vorkenni samt West Ham mönnum. Þeir stóðu sig gríðarlega vel og mega vera stoltir af liði sínu.


Istanbul og Cardiff

Ég vona að Istanbul og Cardiff eigi eitthvað sameiginlegt. Til dæmis að þar hafi Liverpool spilað úrslitaleik 2005 og 2006, lent undir en jafnað 3:3 og fagnað svo sigri...

You'll Never Walk Alone !!!

0:1

0:2

1:2

2:2

2:3

3:3

Er þetta ekki alveg ótrúlegt?


Örljóð VII

(Um mig á þessu augnabliki, vegna þess að ég hef á tilfinningunni að heilsan sé að skána talsvert)

 

Ólíklegur


Göng-ur

Ég veit ekki hvort frændur mínir í Fljótsdalnum eru hættir að fara í göngur.

 

Nú geta þeir farið í göng.

 

Það er styttra að fara.

 


FA II

Úrslitaleikur ensku bikarkeppninnar í fótbolta, FA Cup, verður á morgun. Mínir menn í Liverpool mæta West Ham í Cardiff. Ég vona að Carradona leiki vel í vörninni að vanda.

 

Tveir stuðningsmanna Liverpool sem ég myndaði á úrslitaleiknum gegn Milan í Istanbul sl. vor voru skemmtilega merktir. Annar var númer 8 og merktur Genius - sem sagt, Gerrard. Treyja hins var merkt Carradona og það þarfnast ekki útskýringar.


FA I

Handknattleiksdeild Þórs þykir vænt um Ferðaskrifstofu Austurlands!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband