Færsluflokkur: Ferðalög
17.10.2006 | 21:23
DC
Washington DC - dísí, eins og þeir segja þar - er skemmtileg borg og vinaleg. Ég var þar í síðustu viku og væri meira en til í að sækja hana aftur heim. Þar virðist allt reyndar dálítið dýrara en t.d. í New York, sem virðist eðli borga þar sem margskonar stjórnsýsla er vistuð. Í DC er auðvitað Hvíta húsið, ráðuneytin öll, þingið og alls kyns aðrar opinberar stofnanir, fyrir utan öll erlendu sendiráðin.
Góður staður Washington, og stutt að fara inn í borgina frá Baltimore flugvelli þangað sem Icelandair flýgur. Völlurinn er reyndar kenndur við báðar borgar, Washington og Baltimore og frá vellinum og niður í miðbæ höfuðstaðarins er ekki nema álíka langt og frá Keflavík til Reykjavíkur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2006 | 14:04
Gamla verðið
Ég fékk sendar upplýsingar áðan frá Úrvali-Útsýn um borgarferðir sem ferðaskrifstofan býður upp á í haust, þar á meðal til Zagreb. "Borg þotuliðsins og ein sú heitasta í Evrópu í dag. Frábært næturlíf, góður matur og fyrsta flokks verslanir á gamla verðinu!"
Ég hélt einhver hefði ruglast á borgum og væri að skrifa um Reykjavík - alveg þangað til ég las síðustu tvö orðin.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 14:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 12:51
Sumarfrí II - Jordgubbar
Ferðalög | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2006 | 10:27
Sumarfrí I - Stjerneskud
Ingeborg gamla á veitingastaðnum Hos Ingeborg í sjávarútvegsbænum Esbjerg í Danmörku kann að servera Stjerneskud, rauðsprettu á ristuðu brauði, með rækjum, sperglum og öllu tilheyrandi. Við þau eldri í hópnum bröggðuðum á þessu lostæti en yngri kynslóðin fékkst ekki til þess, ef ég man rétt, heldur fékk íslenskt sjoppufæði - franskar kartöflur og þess háttar. En allur hópurinn fékk frítt að reykja, því á þessum annars skemmtilega veitingastað hefur það enn ekki verið bannað. Eða var að minnsta kosti ekki fyrr í sumar.
Dyggum lesendum síðunnar til upplýsingar læt ég svo fylgja með uppskrift að stjörnuhrapinu góða, sem ég fann á heimasíðu dönsku hjartaverndarinnar. Og fyrst þetta birtist þar geri ég ráð fyrir að heldur sé rétturinn talinn hollur frekar en hitt.
Ingredienser:
8 rødspættefileter, 1 æg til panering, 1 dl. Rasp, 1/2 liter rapsolie.
Dressing:
1 dl fromage frais, 2 spsk. Letmayonnaise, 1-2 spsk tomatketchup, salt, peber.
4 tykke store skiver lyst brød (ca. 70 g pr. stykke, brug evt. 2 stykker pr. person), 12 salatblade, 1 stort glas asparges (200 g drænet), 1/2 citron i skiver, 1/2 agurk i skiver, 2 tomater i både, 1 lille dåse sort kaviar (stenbiderrogn, 60 g), 1 hårdkogt æg, 1 bakke karse,100 gram rejer.
Fremgangsmåde:
Vend de 4 af fiskefileterne i æg og rasp og steg dem gyldne i en gryde med meget varm olie. Damp de resterende 4 fiskefilet kort i en gryde med lidt vand tilsat lidt salt.
Dressing: Rør alle ingredienserne sammen og smag til med salt og peber.
Rist brødet på brødristeren. Læg 3 salatblade på hver skive brød. Herpå 1 stegt og 1 dampede fisk. Kom 2 spsk. dressing over. Læg herpå 1/4 af aspargesene, 1 skive citron som citronspringer,1/4 af agurkeskiverne som springere, 1/2 tomat i både, 1 spsk. kaviar, 1/4 hårdkogt æg og karse.
Drys til sidst med rejer.
Energi pr. person: 1900 kJ (460 kcal), Protein 26%, Kulhydrat 44%, Fedt 30% (16 gram pr. person).
Hvis du vil tabe dig, er din portion: 1/4 af opskriften.
Ferðalög | Breytt 21.8.2006 kl. 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2006 | 18:09
FA I
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2006 | 22:14
Einhver á leið til Cardiff?
Ég kannaði verð á miðum á úrslitaleikinn í ensku bikarkeppninni, viðureign Liverpool og West Ham.
Og svo hættum við félagarnir við að fara.
Sé miðaverðið sett í samhengi við eitthvað annað er það kannski ekki ýkja hátt, og þó. Fyrir andvirði eins miða inn á völlinn gæti ég keypt um það bil 19 bjórkassa, 456 stórar dósir.
Miðinn kostaði sem sagt 700 pund, um það bil 95 þúsund krónur, á svörtum markaði hjá náunga sem er í þeim bransa þarna úti.
Með því að kaupa allan bjórinn, tveir saman, og spara þannig annan miðann og flug, lestarferð og gistingu, kæmi maður út í gríðarlegum hagnaði. Eða er það ekki?
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 22:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.4.2006 | 13:04
Örljóð - II
(um Íslending á sólarströndu)
Hann
brann
Ferðalög | Breytt 26.4.2006 kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.4.2006 | 22:19
Nesti og nýir skór . . .
Ég legg til að þeir, sem hafa tjáð sig um hugsanleg ferðalög - í framhaldi skrifa minn hér á veraldarvefnum - verði í sambandi við þann ljúfa dreng skapti@mbl.is - Við gætum haldið upp á afmælið mitt, 22. apríl, með þvi að horfa á Liverpool-Chelsa þann dag á Old Trafford í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar.
Ég held með Liverpool; það er ekkert leyndarmál. En líka með Eiði vitaskuld, þannig að ég get ekki tapað . . .
Hver vill koma með?
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2006 | 09:25
Ætlarðu út að aka?
Ef þú ert á leið til Riga, Vilnius, Tallinn eða Kaunas, og ætlar út að aka, geturðu leigt bíl á 25 evrur á dag, 2200 krónur. Skattar og ótakmarkaður akstur innifalinn. Ég henti óvart póstinum en tilboð um þetta, sem ég fékk sent í fjölpósti í morgun, er frá einhverri leigu sem hefur aðsetur á flugvöllum allra þessara borga.
Ég veit svo sem ekkert hvort þetta er gott tilbúið en gera ráð fyrir því að ekki sé verið að bjóða "Big Spring Rental Offer" nema eitthvað sé í það varið.
Tilboðið gildir til 31. maí.
Góða ferð!
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 23:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2006 | 20:53
Ferðasaga - No balls
Verðandi sjöttubekkingar í MA fóru til Krítar síðsumars 1981. Okkur fannst fátt um innfætt kvenfólk á ferli í grennd við hótelið (sem var úti í auðninni, þannig að þetta átti sér eðlilegar skýringar - en sagan væri ónýt öðru vísi en hafa þetta svona) og eftir nokkra daga kom skýringin í ljós. Eða svo fannst í það minnsta tveimur ungum drengjum úr norðurhöfum.
Okkur Ormarri datt í hug að fara í borðtennis og spurðum gaurinn í lobbíinu hvort hann gæti lánað okkur kúlu.
Og hann svaraði: "I'm sorry. We don't have any balls..."
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)