Færsluflokkur: Ferðalög
18.3.2006 | 13:10
Svipmyndir úr Svíþjóðarferð
Við skruppum til Svíþjóðar um daginn, ég, Sirra, Alma og Sara. Arna var heima enda á fullu í MA. Það var kalt á Skáni, snjór yfir öllu og ég náði mér auðvitað í býsna gott kvef sem ég er enn ekki laus við. Guffa systir býr í sveitinni fyrir utan Lund ásamt dætrum sínum fjórum, Báru, Lilju, Hebu Þórhildi og Sigríði Kristínu og Sigga kærastanum sínum. Siggi er í rannsóknarleyfi frá Háskólanum á Akureyri og starfar við Lundarháskóla. Þau koma heim í sumar eftir ársdvöl.
Alma og Sara nutu þess að leika við frænkurnar í nokkra daga og ekki síst höfðu þær gaman af því að kynnast sænska skólakerfinu. Þær fóru tvo daga í skólann; fóru með Lilju og Hebu í "bussinum" úr sveitinni.
Með því að smella á fyrirsögnina, Svipmyndir úr Svíþjóðarferð, koma í ljós fleiri myndir og með því að smella á hverja mynd sést myndartextinn.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 13:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)