Færsluflokkur: Ferðalög

Svipmyndir úr Svíþjóðarferð

c_documents_and_settings_owner_desktop_i_skolanum.jpg

Við skruppum til Svíþjóðar um daginn, ég, Sirra, Alma og Sara. Arna var heima enda á fullu í MA. Það var kalt á Skáni, snjór yfir öllu og ég náði mér auðvitað í býsna gott kvef sem ég er enn ekki laus við. Guffa systir býr í sveitinni fyrir utan Lund ásamt dætrum sínum fjórum, Báru, Lilju, Hebu Þórhildi og Sigríði Kristínu og Sigga kærastanum sínum. Siggi er í rannsóknarleyfi frá Háskólanum á Akureyri og starfar við Lundarháskóla. Þau koma heim í sumar eftir ársdvöl.

Alma og Sara nutu þess að leika við frænkurnar í nokkra daga og ekki síst höfðu þær gaman af því að kynnast sænska skólakerfinu. Þær fóru tvo daga í skólann; fóru með Lilju og Hebu í "bussinum" úr sveitinni.

Með því að smella á fyrirsögnina, Svipmyndir úr Svíþjóðarferð, koma í ljós fleiri myndir og með því að smella á hverja mynd sést myndartextinn.


Fleiri myndir

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband