19.3.2006 | 23:11
Góđan dag, barniđ mitt!
Bloggar | Breytt 20.3.2006 kl. 14:39 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2006 | 18:35
If you are first . . .
Viđ pabbi fórum til Cardiff fyrir nokkrum árum, voriđ 2001, og sáum Liverpool vinna Arsenal 2:1 í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Sá sigur var engan vegin sanngjarn, en fáir muna ţađ líklega lengur - nema ef vera kynni stuđningsmenn Arsenal. Og ég. Litlu munađi ţar ađ bikarinn fćri til norđurhluta London, en ţegar ég rifja upp leikinn detta mér í hug, í eitt skipti af mörgum, ummćli Shanklys sem ég vitnađi til í síđustu fćrslu.
Og ţađ er oft stutt á milli hláturs og gráts í íţróttum.
Kannski er ég hálf ruglađur og líklega pínulítiđ hjátrúarfullur. Vil ađ minnsta kosti trúa ţví ađ ég sé ekki óheillakráka ţegar Liverpool á í hlut. Ég hef nefnilega aldrei séđ liđiđ tapa úrslitaleik. Auk leiksins í Cardiff detta mér í hug bikarúrslitaleikurinn 1986 (3:1) gegn Everton á Wembley, 5:4 sigurinn á Alaves í úrslitaleik UEFA-keppninnar í Dortmund - fjórum dögum eftir sigurinn á Arsenal í Cardiff! - og síđast en ekki síst leikurinn gegn AC Milan í Istanbul síđastliđiđ vor.
Ţađ er ekki oft sem mađur sér eftir ţví ađ bregđa sér bćjarleiđ og sjá Liverpool spila. En í hálfleik gegn Milan, 3:0 undir, spurđi ég sjálfan mig í hjartans einlćgni hvers vegna í andsk... ég hefđi ekki bara veriđ heima og horft á leikinn í sjónvarpinu. Og ef Ólympíuleikvangurinn vćri ekki um klukkutíma akstur fyrir utan miđborg Istanbul hefđi ég líklega gengiđ af stađ niđur í bć í hálfleik. En ég nennti ţví ekki, sem betur fer. Ađ sjá sína menn jafna og vinna svo í vítaspyrnukeppni var ógleymanlegt og í raun ólýsanlegt. Og ekki síđra ađ syngja You'll Never Walk Alone međ fjöldanum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2006 | 17:31
If you are first you are first. If you are second you are nothing
Ţađ er aldrei gaman ađ sjá sína menn tapa.
Ţađ er alltaf gaman ađ sjá sína menn vinna.
Liverpool er mikiđ ađ koma til ţótt töluvert sé enn í ađ liđiđ komist á toppinn á nýjan leik. Góđur sigur á Newcastle í dag og ţađ sem kom mér mest á óvart er ađ farsćlasti bakvörđur í sögu félagsins, Phil Neal, virđist hafa tekiđ fram skóna á ný! Hollendingurinn Jan Kromkamp er ótrúlegur líkur Neal á velli.
Chelsea er besta liđiđ í Englandi um ţessar mundir. Ţví verđur ekki á móti mćlt. En ekki er vafi á ţví ađ liđiđ spilar jafnan betur en ella ţegar Eiđur Smári Guđjohnsen er međ.
Í afreksíţróttum skiptir ađeins eitt máli.
"If you are first you are first. If you are second you are nothing," sagđi Bill Shankly ađalţjálfari Liverpool á sínum tíma.
Bloggar | Breytt 20.3.2006 kl. 22:59 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)