18.4.2006 | 23:20
Leiðinlegasta bók í heimi
Varúð! Varúð!
Barnabókin Benni og Bára (appelsínugul, í einhverjum smábarnabókaflokki sem ég man ekki hvað heitir) er leiðinlegasta bók í heimi. Að minnsta kosti sú leiðinlegasta sem ég hef lesið. Og ekki bara lesið einu sinni eða tvisvar, heldur örugglega hundrað sinnum.
Það rifjaðist skyndilega upp fyrir mér á dögunum, þegar ég fann nefnda skruddu í kassa niðri í bílskúr, að ég var búinn að ákveða að vara þá kynslóð við, sem nú á börn á lesa-fyrir-á-kvöldin aldri.
Þarna í bílskúrnum stakk ég upp á því við konuna mína í fyrsta skipti að henda bók í ruslið. Við ákváðum þó að gera það ekki, aðallega vegna þess að dætur okkar eru orðnar það gamlar að nú lesa þær allt sjálfar og hafa gert lengi - líka Sara þó að hún sé ekki nema átta ára. Það er sem sagt engin hætta á að maður þurfi að fletta Benna og Báru framar.
En þau skötuhjú verða falin í neðstu skúffunni ef ég verð einhvern tíma afi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.4.2006 | 22:07
Amigos Para Siempre
Mér hefur þótt vænt um Barcelona síðan ég gisti borgina í nokkrar vikur sumarið 1992 vegna Ólympíuleikanna.
Borgin er dásamlegur staður.
Amigos Para Siempre, var þá sungið: Vinir að eilífu. Enda erum við, ég og borgin, vinir að eilífu.
Þarna við Miðjarðarhafið svitnaði ég meira en nokkru sinni áður í keppni; tók þó ekki þátt í hefðbundnum greinum heldur linsuburði fyrir Raxa og ritræpu, bæði innanhúss og utan, lesendum Morgunblaðsins til ómældrar gleði...
Þótt ekki væri nema vegna þessara dýrðardaga í borginni hefði ég ekki á móti því að hið fræga knattspyrnulið borgarinnar komist í úrslit Meistaradeildarinnar (og vinni helst úrslitaleikinn í París, þó svo Orri Páll og Rúnar megi ekki sjá þetta sem er innan svigans).
Hvað kostar flugmiði til Parísar?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2006 | 20:01
Ronaldinho !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Sáuð þið sendinguna?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2006 | 19:34
1017
1017 gestir og 51 í dag. Ef grunngjald væri þúsund kall í hvert skipti væri ég búinn að græða rúma milljón - svart. En þá væru sumir búnir að tapa dálítið miklu og myndu líklega draga úr ferðum inn á vefin og þar með færi ég á hausinn.
Jæja, með afslætti almennra hluthafa í Skapti Group, skyldmenna og annarra vina væri hagnaðurinn væntanlega um það bil 500 krónur.
Það má nú gera ýmislegt fyrir 500 kall, t.d. kaupa fjóra lítra af bensíni. Eða einn bjór.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2006 | 16:32
Eitt þúsund og ein - heimsókn
Sælt verið fólkið. Heimsóknir inn á bloggið mitt eru nú orðnar nákvæmlega 1001, þar af 36 í dag sýnist mér á teljaranum og 360 í vikunni. Hátíð verður haldin í kvöld af þessu tilefni.
Nei, ég laug, þær eru orðnar 1002... Stöðug hreyfing. Best að vista þetta skjal áður en lygin verður svæsnari. En aðsóknin er fín, enda er ég að íhuga að setja áskriftargjald á heimsóknir á síðuna, setjast svo í helgan stein og telja peninga það sem eftir er ævinnar!
Þeir sem eru sáttir við þá hugmynd vinsamlega rétti upp hönd.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.4.2006 | 09:46
1200AMT060418
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2006 | 09:45
1 - 2 - 1- 1
Sífellt er talað um leikkerfi í íþróttum; 4-4-2, 3-5-2, 4-1-3-1-1, 5 1, 3-3 . . .
Vikuna sem nýhafin - þeas þá fimm daga sem venjulega teljast til svokallaðrar vinnuviku - væri hægt að kalla 1 - 2 - 1 - 1.
Vikuna í heild, frá sunnudegi til laugardags, aftur á móti 2 - 2 - 1 - 1 - 1.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)