21.7.2006 | 20:20
Zidane
Hrikalegt áfall fyrir Zidane - að fá þriggja leikja bann hjá FIFA. Að vísu búinn að leggja skóna á hilluna, þannig að bannið hefur ekki áhrif fyrr en í næsta lífi.
Zidane skoraði tvisvar með skalla í úrslitaleik HM 1998 og segja má að hann hafi átt frægasta skalla HM í ár. Samt er hann miklu frægari fyrir fótafimi en vera góður skallamaður.
Flottur! Auðvitað mátti hann ekki bregðast svona við. En samt, flottur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2006 | 20:16
Rykið dustað af lyklaborðinu
Jæja! Nú er orðið tímabært að dusta rykið af lyklaborðinu eftir leti undanfarinna vikna á meðan ég skaust með fjölskyldunni í hlýindin í Svíþjóð og Danmörku. Við skemmtum okkur konunglega í hinum ýmsu skemmtigörðum, en mér fannst satt að segja býsna gott að koma heim í íslenska blíðviðrið! 10 stig á celsius eru fín, sérsaklega að næturlagi ef manni dettur í hug að reyna að sofa.
Það getur vel verið að ég setji einhverjar myndir úr ferðinni inn á bloggið. Sjáum til. Ég er að fara í gegnum fælinn, ég tók víst dálítið margar...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)