Hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni!

Hundur í heimsókn
Nei, við erum ekki ólétt hjónin, enda hætt barneignum - en okkar langar rosalega í hund og hefur gert lengi. Aðallega mig og Örnu reyndar, Sigrún húsbóndi hefur lagst gegn því en þegar nafna hennar og samstarfsmaður dásamaði hundinn sinn og kom svo með hann í heimsókn held ég að Sirra hafi bráðnað. Og vonandi fjölgar því bráðum á heimilinu. Arna er sjúk í hunda og mér sýnist Sara, sú yngsta á heimilinu, hrifin af þeim loðna líka. Ef af fjölgun á heimilinu verður ætlum við að fá okkur nákvæmlega svona hund, en ég man ekki í svipinn hvað tegundin heitir. En þeir eru ofboðslega fallir, þessir hundar. Alma var á fótboltaæfingu þegar voffi kom í heimsókn.

Bloggfærslur 25. ágúst 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband