Hugsanleg fjölgun í fjölskyldunni!

Hundur í heimsókn
Nei, við erum ekki ólétt hjónin, enda hætt barneignum - en okkar langar rosalega í hund og hefur gert lengi. Aðallega mig og Örnu reyndar, Sigrún húsbóndi hefur lagst gegn því en þegar nafna hennar og samstarfsmaður dásamaði hundinn sinn og kom svo með hann í heimsókn held ég að Sirra hafi bráðnað. Og vonandi fjölgar því bráðum á heimilinu. Arna er sjúk í hunda og mér sýnist Sara, sú yngsta á heimilinu, hrifin af þeim loðna líka. Ef af fjölgun á heimilinu verður ætlum við að fá okkur nákvæmlega svona hund, en ég man ekki í svipinn hvað tegundin heitir. En þeir eru ofboðslega fallir, þessir hundar. Alma var á fótboltaæfingu þegar voffi kom í heimsókn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Er þetta ekki Irish Setter? Ákaflega fallegir hundar, en þurfa mikla umhirðu og gríðarlega hreyfingu til að þeim líði vel. Þetta eru bæði lang- spretthlauparar. Það er því líklegt að líkamsþrek allrar fjölskyldunar aukist ef af verður. Er það ekki hið besta mál?

G. Tómas Gunnarsson, 25.8.2006 kl. 13:18

2 identicon

Mér hefur verið sagt í dag af Örnu, elstu dótturinni á heimilinu og sérfræðingi fjölskyldunnar í hundum, að þetta sé Cavalier ... En það getur vel verið að hann þurfi mikla hreyfingu og þá er það hið besta mál.

Skapti (IP-tala skráð) 25.8.2006 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband