Fullur bær

Tjaldstæði við Hamar

Akureyrarbær er fullur um helgina. Af gestum.

Við hokrum hér 17 þúsund hræður hversdags en nú ku allt að því annað eins í heimsókn. Tvær dætra minna, Alma og Sara, fóru með mér í rannsóknarleiðangur um kvöldmatarleytið að félagssvæði okkar Þórsara, sem er reyndar aðeins steinsnar frá heimili fjölskyldunnar. Þar voru mörg tjöld og varla hægt að koma fyrir frímerki í viðbót á blettinn norðan Bogans.

Alma og Sara standa þarna á klöppinni norðan við Lundgarð, litla húsið þar sem Magga frænka bjó árum saman - úti í sveit! Nú er Lundgarður í eigu Þórs, í löngu grónu íbúðahverfi. Mér sýnist þær systur skemmta sér ágætlega.


Mynd fyrir Siggu og Jonna

Heimsókn
Við fengum góða gesti í Borgarhlíðina í dag. Systurnar Rósa og Auður ásamt börnum sínum og körlunum, Pétri og Sæbirni, kíktu við um hádegisbil. Jonni og Sigga og Anna voru um kyrrt á Sigló og ég vil hér með sýna Jonna að krakkarnir lugu því ekki að honum að hafa farið í heimsókn til okkar. Sævar og Erna voru meira að segja á staðnum og hér urðu fagnaðarfundir.

Veðurfrétt

Tæki og tól Veðurstofu Skapta eru líklega biluð því þau eru blaut og þoka vofir yfir. Ég ekki skilja...

© Veðurstofa Skapta, 2006


Veðurfrétt

Skrýtið; rykbindiefni í dropaformi féll til jarðar í höfuðstað Norðurlands skamma stund núna áðan. "Gott fyrir gróðurinn," sagði einn vinur minn.


Veðurfrétt

Veðrið kl. 12

rigning Reykjavík
13°
AkureyriSkýjað14°
Egilsst.Léttskýjað19°
LondonUppl. vantar21°
K.höfnSkýjað22°
New YorkHeiðskírt26°

© mbl.is/Árvakur hf, 2006

Mælirinn minn segir reyndar að hitinn á Akureyri sé kominn upp í 17°

© Veðurstofa Skapta, 2006


Veðurfrétt

Veðrið kl. 9

rigning Reykjavík
11°
AkureyriSkýjað15°
Egilsst.Léttskýjað14°
LondonUppl. vantar21°
K.höfnSkýjað22°
New YorkHeiðskírt26°
© mbl.is/Árvakur hf, 2006

Dýrðarstund í Ásbyrgi

Það var gaman í Ásbyrgi í gærkvöldi og í raun miklu meira en það; forréttindi að fá að mæta, dýrðleg stund sem verður ógleymanleg. Síðustu tónleikarnir í rúmlega árs túr Sigur Rósar um heimsbyggðina. Takk fyrir mig, konu mína og dæturnar þrjár!

Bloggfærslur 5. ágúst 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband