Fullur bær

Tjaldstæði við Hamar

Akureyrarbær er fullur um helgina. Af gestum.

Við hokrum hér 17 þúsund hræður hversdags en nú ku allt að því annað eins í heimsókn. Tvær dætra minna, Alma og Sara, fóru með mér í rannsóknarleiðangur um kvöldmatarleytið að félagssvæði okkar Þórsara, sem er reyndar aðeins steinsnar frá heimili fjölskyldunnar. Þar voru mörg tjöld og varla hægt að koma fyrir frímerki í viðbót á blettinn norðan Bogans.

Alma og Sara standa þarna á klöppinni norðan við Lundgarð, litla húsið þar sem Magga frænka bjó árum saman - úti í sveit! Nú er Lundgarður í eigu Þórs, í löngu grónu íbúðahverfi. Mér sýnist þær systur skemmta sér ágætlega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband