17.9.2006 | 17:22
Eiður ekki í liðinu
Eiður Smári byrjar ekki í liði Barcelona í kvöld gegn Racing Santander á útivelli. Ég held að leikurinn byrji kl. 19 að okkar tími og verði beint á Sýn.
Þessu stal ég af heimasíðu El Mundo Deportivo rétt í þessu:
El cuerpo técnico del FC Barcelona ya ha anunciado el equipo titular que saldrá hoy en El Sardinero. En la portería continuará Víctor Valdés; Puyol y Márquez formarán en el centro de la defensa, con Sylvinho y Zambrotta en los laterales; en el mediocampo estarán Edmilson, Deco y Xavi; y en la delantera Ronaldinho, Eto'o y Messi.
Ég vona að Eiður sé á bekknum og komi svo inná.
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2006 | 17:04
Arsenal
Arsenal er ekki "mitt lið" í Englandi, en ég verð að segja að á góðum degi er þetta lang skemmtilegasta liðið á að horfa þar í landi. Strákarnir hans Wengers unnu Manchester United á Old Trafford rétt áðan, 1:0, í stórgóðum leik, Thierry Henry fjarri vegna meiðsla en það kom ekki að sök og sigur Arsenal var mjög sanngjarn. Liðið er eiginlega alveg ótrúlegt; fullt af ungum strákum sem spila svo skemmtilegan fótbolta að unun er að horfa á.
Til hamingju, Orri Páll, Rúnar, Sigmundur og allir hinir! Ég segi sem oftar: það er eflaust álíka gaman að horfa á Arsenal undir stjórn Wengers og það var leiðinlegt þegar George Graham var þjálfari!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.9.2006 | 14:29
Áfram í 1. deild
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2006 | 14:07
Tuð, líklega tuð
Langur en fínn dagur í gær að flestu leyti. Ég, Sirra, Arna og pabbi fórum austur í Fljótsdal og síðan að virkjanasvæðinu við Kárahnjúka.
Einu skemmtanirnar þegar ég var í sveit í Fljótsdal í gamla daga voru í félagsheimilinu Végarði, erfidrykkjur og slíkt þar sem maður úðaði í sig flatbrauði með hangikjöti. Végarður er mjög breyttur, orðinn ægilega fallegur enda Landsvirkjun sem ræður þar ríkjum í augnablikinu, en næsta nágrenni er hræðilegt á að líta. Rafmagnsmöstrin, monsterarnir, þau sem vofa t.d. yfir Langhúsum ... ja, hvað get ég sagt?
Til hvers er ég annars að tuða? Það er bara búið að eyðileggja hluta dalsins "míns"... Ég var upplýstur um það í gær að 47 sinnum dýrara hefði orðið að leggja rafmagnslínurnar í jörðu úr Norðurdalnum en í möstrunum. So? Hvort ég væri tilbúinn að borga muninn. Hvort ég vildi ekki hafa rafmagn eða eiga flatskjá?
Svo er lítið að sjá nema mela og móa þar sem Hálslón kemur, þ.e.a.s. frá þeim blettum sem fólki er gert auðvelt að komast á.
Við fórum sömu leið til baka. Þá var gott að keyra Fljótsdalinn í myrkri vegna þess að möstrin sáust ekki.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)