Allt tekur enda

Senn lýkur afskaplega huggulegu sumarfríi mínu. Svíar og Danir nutu þess að fá mig og fjölskylduna í heimsókn, ekki síst verslunargeirinn sem ku hafa blómstrað sem aldrei fyrr síðari hluti júní og fyrstu dagana í júlí.

Veltan í sjoppunni á Egilsstaðaflugvelli jókst svo umtalsvert kvöld eitt snemma í júlí þegar beina flugið á milli Kaupmannahafnar og Akureyrar lenti þar, sællar minningar. Þá var ekkert slor að vera í stuttbuxum og ermalausum bol, þess albúinn að ganga út í upphitaðan bílinn á Akureyrarflugvelli og keyra heim á fimm mínútum, en fá svo í bónus ríflega þriggja tíma akstur í rútu yfir öræfin. Frábært!

Síðustu vikur hef ég gjarnan farið í rauðu peysuna með málningarslettunum og spókað mig þannig í heimabænum. Virkar alltaf sannfærandi og ég talinn sveittur við að dytta að heima meira og minna allan daginn.

Kannski ég hundskist svo til þess að henda hér fljótlega inn nokkrum myndum frá sumrinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband