Klukkan sjö á mánudaginn!

Þú hættir að drepa mitt fólk og ég þitt - klukkan sjö á mánudagsmorgun!

Er þetta ekki brandari?

Hermaður með alvöru græjur getur drepið slatta á einum og hálfum sólarhring ef hann vandar sig. Aldeilis munur að sitja við skrifborð í öruggu skjóli og ákveða stríðslok - og ekki bara að hætta eigi að drepa nágrannann, heldur klukkan hvað!

Hvers vegna ekki að hætta strax? Ríkisstjórnir Líbanons og Ísraels hafa báðar samþykkt að "hætta hernaðaraðgerðum" eins og það er kallað. Svona nokkuð væri skiljanlegt ef sendiboðar þyrftu að ríða dagleið með skilaboð á vígvöllinn, en eru ekki allir hershöfðingjar útbúnir farsímum í dag?

Ég hélt, í einfeldni minni, að hvert mannslíf skipti máli en svo er auðvitað ekki. Bara í skrýtnum þjóðfélögum eins og því íslenska.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá áðan á fréttavef mbl að það var búið að breita því til kl 4 á mánudag, er ekki að fatta þessa háu herra þarna. Af hverju ekki að hætta strax fyrst þeir eru búnir að ákveða að hætta. Sigrún

sigrún (IP-tala skráð) 12.8.2006 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband