Fjör á Siglufirði

Þrifalegir Þórsarar!

Það var mikið fjör á Siglufirði um síðustu helgi, þegar árlegt Pæjumót KS í fótbolta fór fram, en mörg hundruð stelpur léku þar frá föstudegi til sunnudags. Við kíktum til Sigló á laugardaginn, áður en haldið var í tvöfalt fertugsafmæli heima á Akureyri um kvöldið, hjá Guffu og Sigga.

Nánast hafði rignt eldi og brennisteini á Sigló á föstudeginum og vellirnir voru sumir orðnir ansi erfiðir yfirferðar, ekki síst fyrir minnstu fæturna. Einn leikurinn sem við sáum var þegar Alma og félagar hennar í 5. flokki B hjá Þór unnu lið Þróttar frá Neskaupsstað, og fyrst sumir Þórsararnir voru hvort sem er orðnir býsna drullugir skellti allt liðið sér í forina þegar flautað hafði verið til leiksloka. Þær eru þarna á myndinni og nokkrar stelpur úr Þróttarliðinu líka, en þær höfðu ekki síður gaman að uppátækinul.

Fararstjórarnir voru hins vegar ekki neitt sérlega glaðir með drullumallið, því þeir reiknuðu líklega með því að þurfa að þvo búningana - en stelpurnar drifu sig beint í Siglufjarðarána, sem er aðeins steinsnar frá völlunum inn við Hól, og skoluðu vel úr búningunum!


Þórsbúningarni þvegnir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband