14.8.2006 | 22:36
Stökkbreyting?
Mjög líklega hefur orðið stökkbreyting í fjölskyldu minni. Minnsti frændinn, Birgir Orri Ásgríms bróður míns og Lenu Rutar sonur, er nefnilega með ótrúlega bíladellu. Hann er ekki nema tveggja ára en veit fátt skemmtilegra en að skoða bíla og benda þá, segja hvað þeir heita og hvað þeir segja!
Ekki skal ég útiloka að bíladellugenin séu komin úr Lenu eða hennar fólki, Kiddi bróðir Lenu á að minnsta kosti forláta Bronco sem Biggi kallar "Bokkó" og í honum heyrist "bvúúmmmmmm" skv. litla frænda. Hann hefur reyndar engan áhuga á að segja hvað minn bíll heitir, enda á ég bara venjulegan fjölskyldubíl sem segir líklega ekkert sérstakt, en hann þekkir þá dós og líka bílinn sem ég er oft á í vinnunni! Á sunnudaginn kom fjölskyldan saman hjá Guffu og Sigga og Biggi litli linnti ekki látum fyrr en hann fékk að skreppa út að keyra - þ.e.a.s. að setjast undir stýri í bíl afa síns og ömmu og grípa aðeins í stýrið. Þarna situr amma Heba með hann og í bakgrunni eru Lilja og Heba Þórhildur, frænkur hans, og svo stóra systir hans hún Heba Karitas.
Mér sýnist litla bíladellukarlinum ekki leiðast undir stýri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.