Sögulegur dagur

Öldungamót Þórs í körfubolta fór fram í Höllinni á laugardaginn og reyndist samkoman sú heldur betur söguleg. Stórliðið Synir lands og vona eða Vinir lands og sona - man það aldrei, en forvitnir geta snúið sér til Dúdda, hann fann nafnið upp óafvitandi þegar hann mismælti sig í Sjallanum um árið - gerði sér lítið fyrir og sigraði í leik. Vann heilan leik! Og það án þess að ég væri með!

Mér finnst ósanngjarnt, bæði gagnvart félögum mínum í stórliðinu og andstæðingunum, að nefna liðið sem tapaði leiknum sögulega. Að minnsta kosti ekki strax.

Ég get staðfest að leikmenn stórliðsins voru býsna þreyttir á æfingunni í gærkvöldi, í það minnsta sumir. Moli þurfti meira að segja einu sinni að játa sig sigraðan þegar við börðumst um frákast og þá er hann illa fyrir kallaður. Hafði enda leikið fimm sinnum í 2x16 mínútur á laugardeginum. Það sýnast mér vera 160 mínútur eða nærri þrír klukkutímar. Ég hefði varla getað reimað á mig skóna eftir svoleiðis dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband