4.4.2006 | 23:39
Ansans ólán
Það var synd að horfa upp á franska liðið Lyon tapa fyrir AC Milan í kvöld á útivelli í Meistaradeildinni. Fransmennirnir mínir voru miklu betri, en stóra liðið hafði betur á endasprettinum. Gat í raun ekkert og sigurinn var ósanngjarn.
Hemmi Gunn sagði í kvöld á Sýn að það væri sigur fyrir fótboltann að Villareal sló Inter Milan út í keppninni og ég er sammála því. Inter fór í þeim tilgangi einum til Spánar að verjast, eftir 2:1 sigur heima, og tapaði 1:0. Átti ekkert betra skilið.
Það hefði hins vegar líka verið sigur fyrir fótboltann hefði Olympique Lyonnais, eins og Lyon-liðið heitir fullu nafni, slegið Mílanómennina úr AC út.
Athugasemdir
Heyrru Skapti, 3-1 sigur getur ekki verið svo ósanngjarn. Þetta var það sem þeir kalla meistaraheppni, ekki satt? En það var að sama skapi unun að sjá á bak Internazionale, ekki síst villisvíninu Marco Materazzi - hann að hætta í boltanum, það væri sigur fyrir fótboltann!
Jón Agnar Ólason, 4.4.2006 kl. 23:47
Gott að sjá að þú hugsar enn til okkar Skapti, hér fóru allir ansi svekktir í rúmið á þriðjudagskvöldið og við strákarnir erum eiginlega ekki búnir að ná okkur enn...
kv bv
benni valsson (IP-tala skráð) 6.4.2006 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.